Fréttir

Fyrsta fyrirbænamessa ársins

09.01.2017
Á morgun, þriðjudaginn 10. janúar kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Pabbar eru líka fólk.

08.01.2017
Karlarnir eru hástökkvarar trúaruppeldisins. Hlutverk þeirra er ekki lengur að vera á kafi í steypu og puði heldur í velferð og lífshamingju barna sinna. Í predikun 8. janúar var rætt um Jesúafstöðuna, trúaruppeldi og hlutverk karla. Prédikunin er bæði á tru.is og sigurdurarni.is

Hádegisbæn byrjar aftur á morgun 9. janúar

08.01.2017
Mánudaginn 9. janúar er stutt bænastund í hádeginu kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf

06.01.2017
Messa fyrsta sunnudags eftir þrettánda verður 8. janúar kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Upphaf barnastarfsins í umsjón Ingu Harðardóttur, æskulýðsfulltrúi.

Jólin hans Hallgríms í Þýskalandi

03.01.2017
Jólin hans Hallgríms í Þýskalandi Fyrir jólin kom út í Þýskalandi bókin Norræn jól (Skandinavische Weinachten) hjá Oetinger forlaginu í Hamborg. Þar er meðal annars að finna þýðingu Florence Groizier á Jólunum hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur með myndum Önnu Cynthiu Leplar. Í bókinni er auk þess birt Jólasveinakvæði Jóhannesar úr...

Hátíðarmessa á nýársdag

30.12.2016
Hátíðarmessa á nýársdag 2017 kl. 14.00 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Hörður Áskelsson. Allir velkomnir. Gleðilegt nýtt ár.

Aftansöngur gamlárskvöld kl. 18 - Útvarpað á Rás 1

30.12.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir syngur einsöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Verið hjartanlega velkomin. Heilhugar þakkir fyrir liðið ár.  

Jóladagskrá

29.12.2016
Hérna ber að líta dagskrána yfir hátíðarnar. Hallgrímskirkja óskar ykkur gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs. Guð geymi ykkur öll. Smella þarf á myndina til þess að stækka.   

Hátíðarhljómar við áramót kl. 16.30 - Ath breyttan tíma

28.12.2016
Hátíðarhljómar við áramót eru nú haldnir í 24.sinn í Hallgrímskirkju, þar sem dregnir eru upp lúðrar og pákur og áramótin spiluð inn að vanda við hrífandi orgelundirleik. Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Eggert Pálsson pákuleikari og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari flytja glæsileg...