Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Hörður Áskelsson.
Verið velkomin í hátíðarmessu.
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Verið velkomin til messu á jóladag.
Miðnæturguðþjónusta á jólanótt kl. 23.30. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Schola cantorum syngur. Forsöngvari er Guðmundur Vignir Karlsson og Ragnheiður Sara Grímsdóttir syngur einsöng. Daði Kolbeinsson leikur á óbó. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson. Verið hjartanlega velkomin til kirkju á...
Á aðfangadegi jóla kl. 18 verður aftansöngur þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar ásamt Barna -og unglingakór Hallgrímskirkju undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Verið velkomin til kirkju á...
Umsjón hafa sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir cand.theol. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Leiðbeinendur úr Sunnudagaskólanum aðstoða. Leikhópurinn Perlan sýnir helgileik undir leikstjórn Bergljótar Arnalds. Organisti er Hörður Áskelsson. Allir eru velkomnir, eftir...
Kyrrðarstund er á sínum stað fimmtudaginn 15. desember kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Eftir stundina verða seldir jólasmáréttir gegn vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.
Miðvikudaginn 14. desember kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Íhugun, bæn og altarisganga. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.
Mánudaginn 12. desember er stutt bænastund í hádeginu kl. 12.15 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið hjartanlega velkomin.