Fréttir

J.S. BACH JÓLAÓRATÓRÍAN

28.12.2016
J.S. BACH JÓLAÓRATÓRÍAN I-III BWV 248 FIMMTUDAGINN 29. des kl. 20 FÖSTUDAGINN 30. des kl. 17 Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju, konsertmeistari: Tuomo Suni Stjórnandi: Hörður Áskelsson Einsöngvarar: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran Hildigunnur Einarsdóttir alt Benedikt...

Ensk messa á öðrum degi jóla 26. desember kl. 16

24.12.2016
Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Douglas A. Brotchie. Verið velkomin.

Hátíðarguðþjónusta á annan í jólum kl. 14

24.12.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Hörður Áskelsson. Verið velkomin í hátíðarmessu.

Hátíðarguðþjónusta á jóladag kl. 14

24.12.2016
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Verið velkomin til messu á jóladag.  

Miðnæturguðþjónusta á jólanótt kl. 23.30

22.12.2016
Miðnæturguðþjónusta á jólanótt kl. 23.30. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Schola cantorum syngur. Forsöngvari er Guðmundur Vignir Karlsson og Ragnheiður Sara Grímsdóttir syngur einsöng. Daði Kolbeinsson leikur á óbó. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson. Verið hjartanlega velkomin til kirkju á...

Aftansöngur á aðfangadegi 24. desember kl. 18

22.12.2016
Á aðfangadegi jóla kl. 18 verður aftansöngur þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar ásamt Barna -og unglingakór Hallgrímskirkju undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Verið velkomin til kirkju á...

Fjölskylduguðþjónusta 18. desember kl. 11

16.12.2016
Umsjón hafa sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Inga Harðardóttir cand.theol. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Leiðbeinendur úr Sunnudagaskólanum aðstoða. Leikhópurinn Perlan sýnir helgileik undir leikstjórn Bergljótar Arnalds. Organisti er Hörður Áskelsson. Allir eru velkomnir, eftir...

Kyrrðarstund

13.12.2016
Kyrrðarstund er á sínum stað fimmtudaginn 15. desember kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Eftir stundina verða seldir jólasmáréttir gegn vægu verði í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

13.12.2016
Miðvikudaginn 14. desember kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Messan er frábær leið til þess að hefja daginn í góðu samfélagi og það er vel tekið á móti þér. Íhugun, bæn og altarisganga. Morgunverður eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.