Fréttir: Desember 2015

Hátíðarguðþjónusta á Nýársdegi kl. 14

30.12.2015
Á fyrsta degi nýs árs, föstudaginn 1. janúar verður hátíðarguðþjónusta kl. 14 í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukór syngja og organisti er Hörður Áskelsson. Verið velkomin til kirkju á nýju ári.

Aftansöngur - gamlársdag kl. 18

29.12.2015
Ljúkum árinu með kirkjugöngu og hefjum nýtt ár í Jesú nafni. Aftansöngur í Hallgrímskirkju á gamlársdag hefst kl. 18. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Athöfninni er útvarpað á rás 1 RÚV.

Hátíðarhljómar við áramót kl. 17 á Gamlársdegi

28.12.2015
Hátíðartónlist fyrir 3 trompeta, orgel og pákur kl. 17 í Hallgrímskirkju á Gamlársdegi. Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari og Eggert Pálsson pákuleikari flytja glæsileg hátíðarverk m.a. eftir Vivaldi, Purchell, Bach og Albinoni. Áramótastemningin byrjar...

Árdegismessa á miðvikudögum

28.12.2015
Árdegismessa kl. 08 miðvikudaginn 30. desember. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og leikmenn þjóna og prédika. Kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Heillakarlinn Jósef

26.12.2015
Þegar fólkið þitt spyr þig heima á eftir: “Hvernig var í messunni í kirkjunni?” þá getur þú svarað: “Það var alger draumur!” Jú, vegna þess að í dag íhugum við drauma í fornöld, draum Guðs og svo þinn eigin draum. Hver er hann? Hvað dreymir þig? Jósef kemur í ljós Við þekkjum aðalfólkið í jólasögunni, Maríu, hirðana, englana og svo auðvitað...

Fæðing frelsarans – orgeltónleikar - Björn Steinar Sólbergsson

26.12.2015
Orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar sunnudaginn, 27 desember, kl. 17. Flutt verður hið magnaða La Nativité du seigneur eða Fæðing frelsarans – Níu hugleiðingar fyrir orgel eftir Olivier Messiaen. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Um er að ræða eitt frægasta orgelverk allra tíma, dulúðugt og áhrifamikið. Lesari á tónleikunum er Atli...

Messa 27. des. kl. 11 - English service 2 pm.

26.12.2015
Sunnudaginn 27. desember milli jóla og nýárs verður messa kl. 11 þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Lesnir verða vonartextar og jólasálmar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða söng og organisti er Hörður Áskelsson. Ensk messa verður kl. 14 / English service at 2 pm Sunday 27. December with holy...

Ég elska þig

25.12.2015
Guð gefi þér gleðileg jól. Og jólagleðin má berast á milli fólksins hér í kirkjunni. Gerðu svo vel að rétta fólkinu sem situr við hlið þér í bekjunum hendina og bjóða gleðileg jól! Já, gleðileg jól eru komin, undrið er loksins orðið. Í kyrru þessa hliðs himins máttu láta fara vel um þig og hugsa: Hvað skipir þig mestu máli á þessum...

Hátíðarmessa á öðrum degi jóla kl. 14

24.12.2015
Á öðrum degi jóla verður hátíðarmessa með altarisgöngu. Dr. Sigurður Árni Þórðarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson.