Fréttir: Desember 2021

Mentaðarnefndin í heimsókn

16.09.2021
Menntamálanefnd færeyska Lögþingsins kom í Hallgrímskirkju 16. september sem og sendikvinna Færeyinga, Halla Nolsöe Poulsen. Margir Færeyingar sækja kirkju í Hallgrímskirkju þegar þeir koma til Íslands. Hallgrímskirkjufólk fagnar ávallt Færeyingum og þykir gaman að vera með þeim, tala við þá og þjóna þeim. Við, Sigríður Hjálmarsdóttir, sögðum sögu...

Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn

10.09.2021
Það verður fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn kemur, 12. sept. kl. 11:00 í Hallgrímskirkju. Sr. Eiríkur Jóhannsson, Kristný Rós djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir leiða þjónustuna. Björn Steinar spilar á orgelið og kvartett syngur. Fermingarbörn vorsins 2022 er sérstaklega boðuð í guðsþjónustuna og það verður kynningarfundur fyrir þau á eftir....

Jóhannes heiðraður

09.09.2021
Á aðalfundi Hallgrímssafnaðar, sunnudaginn 5. september síðastliðinn, var Jóhannes Pálmason heiðraður sérstaklega. Jóhannes hefur þjónað sóknarnefnd Hallgrímskirkju lengur en allir aðrir nefndarmenn frá því sóknin var stofnuð fyrir liðlega áttatíu árum. Jóhannes var formaður sóknarnefndar í þrjá áratugi. Hann hefur nú látið af störfum sem formaður...

Messa á miðvikudegi

07.09.2021
Miðvikudaginn 8. september verður messa kl. 10.30 í Hallgrímskirkju eins og alla aðra miðvikudaga. Hópur messuþjóna og prestar kirkjunnar þjóna við helgihald. Eftir messu verða veitingar fram bornar í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir!

Hermann Þorsteinsson – 100

07.09.2021
Hann hefði orðið eitt hundrað ára 7. októer 2021. Hermann Þorsteinsson var afreksmaður í byggingu Hallgrímskirkju. Kirkjan er ekki aðeins verk Guðjóns Samúelssonar, Leifs Breiðfjörð, Sigurbjörns Einarssonar, Jakobs Jónssonar eða Sigurjóns Þ. Árnasonar heldur líka Hermanns Þorsteinssonar. Hann var ekki aðeins sóknarnefndarmaður og formaður...

Fegurst í heimi

05.09.2021
Smekkur Guðs! Og hvað er fallegt? Frá sjónarhóli Guðs er fegurðin meira en bara ásýndarmál. Við þurfum að temja okkur trúarsnúning til að skerpa smekk, augu, skynjun, tengsl og túlkun. Hver er smekkur Guðs? Sigurður Árni ræddi um fegurð, smekk og Guðsafstöðu á aðalfundardegi Hallgrímssafnaðar 5. september. Íhugunin er að baki þessari smellu.

Messa, grjónagrautur og aðalfundur

03.09.2021
Altarisgöngur hefjast nú í Hallgrímskirkju eftir langt hlé. Barnastarf haustsins hefst sunnudaginn, 5. september. Messa og barnastarf hefjast kl. 11. Umsjón barnarstarfs: Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Prestar: Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Messuhópur aðstoðar, Kristín Kristinsdóttir, Benedikt Axel...

"Heyr þann boðskap sem boða við megum..."

27.08.2021
.....bundinn friði og réttlæti í heimi . Þessi orð eru úr sálmi ættuðum frá Suður Ameríku sem sr. Kristján Valur Ingólfsson þýddi á íslensku.  Við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kl. 11.00 syngjum við þennan sálm ásamt fleirum.  Ungur drengur verður borinn til skírnar í upphafi guðsþjónustunnar.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir...

Skylduáhorf og sjónlist lífsins

22.08.2021
Sjón er ekki sjálgefin og við sjáum með mismunandi hætti. Eru must-see-staðirnir aðalmálið? Er vert að sjá menn með öðrum hætti, fegurð þeirra og náttúrunnar? Í trú fáum við nýja sýn og förum að sjá fleira en áður. Guðssjón er kraftaverk lífs. Í hugleiðingu dagsins, sem er að baki þessari smellu, íhugaði Sigurður Árni sjón, áhorf, staði,...