Fréttir: Desember 2024

Áramót í Hallgrímskirkju 2024-2025

31.12.2024
Áramót í Hallgrímskirkju 2024-2025 Hátíðarhljómar við áramót á Gamlársdag 31. desember 2024 kl.16.00 Hátíðarhljómar hafa um árabil notið mikilla vinsælda í tónlistarlífi Hallgrímskirkju. Í ár gefst tónleikagestum kostur á að njóta hátíðlegra tóna með Birni Steinari Sólbergssyni og North Atlantic Brass Quintet í ljósaskiptunum á síðasta degi...

Beint streymi frá helgihaldi úr Hallgrímskirkju á aðfangadag

24.12.2024
Beint streymi frá helgihaldi í Hallgrímskirkju á aðfangadag Streymt verður á netinu beint frá athöfnum í Hallgrímskirkju á aðfangadag með link af MBL, Facebook og heimasíðu kirkjunnar.Á aðfangadag verður hægt að fylgjast með streymi frá aftansöng klukkan 18.00 og guðsþjónustu á jólanótt klukkan 23.30. Hér fyrir neðan má finna hlekki á streymið...

Hátt í 1000 börn sáu Jólin hans Hallgríms í Hallgrímskirkju á aðventunni í ár

23.12.2024
Sýningum á Jólunum hans Hallgríms í Hallgrímskirkju í er lokið í ár. Leiksýningin er byggð á sögu Steinunnar Jóhannesdóttur og var þetta í tíunda sinn sem sagan var sett upp. Hátt í 1000 leik- og grunnskólabörn heimsóttu Hallgrímskirkju í desember og sáu sýninguna og má svo sannarlega segja að það hafi verið líf og fjör í kirkjunni. Börnin sem...

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

23.12.2024
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju ákvað á jólafundi sínum í ár að veita 6.5 milljónum króna úr Líknarsjóði kirkunnar til Hjálparstarfs kirkjunnar, Kristniboðssambands Íslands, til Rótarinnar vegna Konukots og til Kaffistofu Samhjálpar. Við fjölskyldumessu í Hallgrímskirkju 22.desember 2024 tóku við staðfestingu á framlagi þau Bjarni Gíslason...

Ryðjum Drottni beina braut – Þriðji sunnudagur í aðventu 2024

17.12.2024
Guðspjall: Matt 11.2-10Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði: „Ert þú sá sem koma skal eða eigum við að væntaannars?“ Jesús svaraði þeim: „Farið og kunngjörið Jóhannesi það sem þið heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp og...

Fjölskyldumessa, jólaball og Syngjum jólin inn! á fjórða sunnudegi í aðventu.

16.12.2024
Sunnudaginn 22. desember er fjórði sunnudagur í aðventu Kl. 11.00 verður fjölskylduguðsþjónustaPrestur er Sr. Eiríkur JóhannssonPerlukórinn syngur, stjórnandi Guðný EinarsdóttirFiðluhópur Lilju HjaltadótturOrganisti: Björn Steinar SólbergssonUmsjón með barnastarfi: Rósa Hrönn Árnadóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Kristbjörg Katla...

Útsending frá jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva í dag 15. desember kl. 21.00.

15.12.2024
Útsending frá jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva verður í dag 15. desember kl. 21.00.Tónleikarnir Bach á aðventunni sem voru í Hallgrímskirkju á fyrsta sunniudegi í aðventu. 1. desember 2025 verða fluttir í heild sinni.Kór Hallgrímskirkju og Barokkbandið Brák flytja verk eftir Johann Sebastian Bach.Einsöngvarar eru Harpa Ósk Björnsdóttir,...

Jólin Hans Hallgríms í sunnudagaskólanum

13.12.2024
Boðið verður upp á sýninguna Jólin hans Hallgríms í Sunnudagaskólanum í Hallgrímskirkju á þriðja sunnudegi í aðventu þann 15. desember 2025. Börnin stutta endursögn úr bókinni Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur en sagan segir frá undirbúningi jólanna hjá Hallgrími Péturssyni þegar hann var ungur drengur og hvernig jólin voru...

Hjálparráð heimsins

11.12.2024
Hvað er mikilvægast alls? Hjálparráð heimsins Hvað er mikilvægast alls ?, Að þessu voru fermingarungmennin sem sækja saman fermingarfræðslu í Dómkirkjunni og Hallgrímskirkju spurð að í liðinni viku í tengslum við jólin og aðdraganda þeirra. Og svörin þeirra sem tekin voru saman í kjölfar fræðslunnar voru falleg, skynsamleg, viturleg, báru vott um...