Fréttir af safnaðarstarfi

Himinmyndin

Nágrannar okkar og ferðaþjónusta á Skólavörðustígnum, Guide to Iceland, birtir fjölda glæsilegra mynda á vef sínum og samfélagsmiðlum. Fyrir nokkrum dögum var þessi himinmynd af Hallgrímskirkju á facebook-vef fyrirtækisins. Við fengum leyfi til að birta hana á vef Hallgrímskirkju. Á henni sést að hún var tekin þegar vetrarhátíð var haldin í Reykjavík, snjór var yfir öllu og mikið af bílum var á holtinu. En myndin opinberar vel hina fallegu hönnun lóðar kirkjunnar sem Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og Ögmundur bróðir hennar unnu. Sporaskja, egg, tákn um hið nýja. Mynstrið á Hallgrímstorgi, unnið úr keltneskum fyrirmyndum, hefur heillað marga. Þegar myndin af himnum birtist á vef Guide to Iceland vakti hún mikil viðbrögð og margir ferðamenn tjáðu hrifningu sína og sögðu álit sitt á kirkjunni og hvað áhrif hún hafði. M.a. voru þessi viðbrögð: Garry Delday: Incredible piece of architecture, as stunning inside. Took 41 years to build but they got it right. Peggy Johnson Kessel: One of my favorite places on earth. My husband & I visited for our 25th. anniversary. Hallgrímskirkja is as beautiful inside as it is on the out. And quite a breathtaking view of Reykjavik & beyond from the tower too!

Ofbirta á Hallgrímskirkju

Vetrarhátíð í Reykjavík hófst 3. febrúar. Verkið Ofbirta var sýnt á Hallgrímskirkju.

Sunnudagaskólinn og fleira hefst á ný!

Allt barna- og æskulýðsstarf í Hallgrímskirkju hefst á ný.

Gleðilegt vormisseri - af krafti!

Lífið í Hallgrímskirkju breytist frá og með 1. febrúar. Helgihald hefst að nýju, litríkt og fjölbreytilegt starf fyrir alla aldurshópa, tónleikar, kóræfingar, kyrrðarstundir, bænastundir og fræðsla. Kirkjulífið hefur verið í vetrarhléi frá því um áramót vegna sóttvarnareglna. En nú verður allt opnað og við getum komið saman í hliði himinsins. Verið velkomin í Hallgrímskirkju. Kirkjan er opin alla daga frá kl. 10-17.

Norrænir KFUM&K í Hallgrímskirkju

KFUM&K félögin á Norðurlöndum rækta samband og samvinnu. Árlega hittast framkvæmdastjórar samtakanna. Í ár var fundurinn haldinn á Íslandi. Og þau komu við í Hallgrímskirkju.

Kvíði - ótti – uggur og trú

Bátsferðin í óveðri. Jesús svaf en var vakinn til að bjarga.

Guði sé lof - guðsþjónustur að nýju!

Sóttvarnarreglur hafa verið rýmkaðar og helgihald gertur hafist að nýju í Hallgrímkirkju. Sunnudaginn 30. janúar verður helgistund í kirkjunni kl. 11. Guðspjall dagsins verður lesið og lagt út af því. Bænastund verður í lok stundarinnar. Enginn kór eða organisti verða í athöfninni en væntanlega margir englar! Frá og með 1. febrúar hefst hefbundið helgihald í kirkjunni, kyrrðarstundir og tónleikar. Verið velkomin.

Messufall vegna sóttvarnaaðgerða

Guðsþjónustur og tónleikar falla niður í Hallgrímskirkju þar til annað verður ákveðið og tilkynnt. Biskup Íslands hefur óskað eftir að fólki verði ekki stefnt til kirknanna til opinbers helgihalds vegna COVID-19. En Hallgrímskirkja er opin frá kl. 10-17 alla daga. Hægt er að koma í kirkjuna til bæna, íhugunar, kyrrðarstundar og einnig panta samtal við prest.

Á köldum klaka

Stutt hugleiðing út frá fyrri ritningarlestri dagsins.

Auður Perla Svansdóttir - minning

Auður Perla kom jafnan brosandi í hús. Þegar hún kom í Hallgrímskirkju til æfinga eða starfa tók hún kveðjum vel og svaraði með hlýju. Frá árinu 2008 söng Auður Perla í Mótettukór Hallgrímskirkju og tók því virkan þátt í helgihaldi og listalífi kirkjunnar. Hún varð heimamaður í safnaðarstarfinu, samverkakona starfsfólksins og góður liðsmaður. Fyrir messur á sunnudagsmorgnum kom hún með bros á vör, lagði gott til og hélt svo hátíð í hliði himinsins. Auður Perla var traust og því kjörin til formennsku í kórnum. Hún var lausnamiðuð, lagin og ábyrg. Auður Perla lést 6. janúar síðastliðinn aðeins 52 ára. Hennar er sárt saknað. Fyrir hönd Hallgrímskirkju þökkum við allt sem Auður Perla lagði til Hallgrímskirkju. Við biðjum góðan Guð að varðveita hana og styrkja ástvini hennar og okkur öll. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson