Fréttir af safnaðarstarfi

Rúnar Vilhjálmsson kjörinn á kirkjuþing

Burtfarartónleikar Tuuli Rähni

200 pylsur og vorhátíð Hallgrímskirkju

Vorhátíð var haldin í dag í Hallgrímskirkju. Fjöldi barna kom í kirkju, fjölskyldur þeirra, þau sem koma venjulega í kirkjuna og nokkrir útlendingar sem vildu njóta guðsþjónustu í kirkjunni.

Fangelsisvist: Refsing eða endurhæfing?

Módelkirkja sem fangi hafði gert í fangelsinu á Hólmsheiði var afhent Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. maí. Eftir messu var haldið málþing um fangelsi og lífið í og eftir fangavist.

Eftirlýstur

Við höfum tilhneigingu til að hengja þungar byrðar lífsins í þunna þræði. Það sem við höldum að geri okkur hamingjusöm slítur oft böndin. Þá verða áföll sem oft valda innanmeinum. Við þurfum að læra listina að greina hvað er raunverulega til hamingju, friðar, gleði og farsældar og hengja þau gæði ekki á þunna þræði. Hver er þrá þín? Hvernig væri að skoða mál lífsins með nýjum hætti? Við getum og megum gjarnan snúa öllu við og hugsa út frá betri forsendum og róttækari sjónarhóli. Jesús Kristur er ekki eftirlýstur heldur lýsir eftir okkur og að við sjáum hans ljós og lifum í því ljósi. Við erum eftirlýst. Guð vill vera okkar vinur og tengjast okkur ástarböndum. Það eru hin þykku bönd sem hvorki fangelsa né bresta á álagstímum. Prédikun Sigurðar Árna á þriðja sd. eftir páska.

Orgel og organistar í Reykjavíkurprófstsdæmi vestra.

Orgelin og organistar í Reykjavíkurprófstsdæmi vestra flytja orgelverkið Was Gott tut, das ist wohlgetan, sálmalag og 9 tilbrigði eftir Johann Pachelbel. Þeir skipta verkinu á milli sín. Sálmalagið er nr. 214 í sálmabók kirkjunnar og heitir Gakk inn í Herrans helgidóm sem er yfirskrift myndbandsins.

Skráning í fermingarfræðslu 2022-23

Nú er hægt að skrá fermningarungmenni í fræðsluna veturinn 2022-23. Skráning er rafræn og hægt að nálgast skráningarsíðu að baki þessari smellu. Í fræðslunni er lögð áhersla á fjölbreytilega og skemmtilega kristnifræðslu með samtölum, leik, og upplifun. Lögð er áhersla á vináttu, virðingu og víðsýni í fræðslunni. Ungmenninn taka þátt í nokkrum fjölskylduguðsþjónustum. Farin er ævintýraferð í Vatnaskóg. Fræðslan er á miðvikudögum eftir skóla og stendur í 60 mín. Kennt verður um grundvallaratriði kristinnar trúar og íslenskan menningararf.

Ástarrannsóknafundir á miðvikudögum

Fundir um ástarransóknir. Samvinnuverkefni Hallgrímskirkju og Ástarrannsóknafélagsins. Fundir í Suðursal Hallgrímskirkju á miðvikudögum

Rósir og páskar

Við getum orðið föst í kyrruviku lífsins, misst sjónar á hve dramatískt lífið er, farið á mis við að skoða möguleika í lífi okkar og lífshætti. Við getum tamið okkur lokaða heimssýn í stað opinnar. Við getum orðið föst í einhverri sprungu föstudagsins langa eða lokast á laugardegi og aldrei upplifað páska. Páskarnir eru opnun, að horfa upp, komast upp úr byrginu, að sjá að bjargið sem hefur verið okkur farartálmi eða fyrirstaða er farið og hefur verið velt frá. Okkur getur jafnvel lánast að sjá engil sitjandi á grjótinu. Boðskapur hans er: Jesús er ekki hér, hann er farinn, hann er farinn á undan ykkur, farin heim!

Upp, upp mín sál og Sigurðarafrekið

Sigurður Skúlason las Passíusálma Hallgríms Péturssonar í tólfta en síðasta sinn opinberlega föstudaginn langa 2022. Lestur Sigurðar var hrífandi, skýr, flæðandi, látlaus, efnislega merkingartúlkandi og persónulegur. Það fór ekki fram hjá neinum að Sigurður las og túlkaði með innlifun og skilningi. Hann virti átök Hallgríms við söguefni píslarsögunnar, innlifaðist tengslagetu skáldsins við ástvininn Jesú Krist og túlkaði djúpglímu manneskjunnar Hallgríms við Guð, menn, mál og líf. Það er klassíkin í Passíusálmunum.