Fréttir

Vonarlestrar og söngvar á jólum 30. desember kl. 11

28.12.2018
Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur. Stjórnandi Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Organisti er Hörður Áskelsson. Fiðluleikari er Móeiður Una Ingimarsdóttir. Lesarar úr hópi kórfélaga. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin til messu.

Helgihald í Hallgrímskirkju yfir jólahátíðina

22.12.2018
11Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. 12Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“ 13Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu: 14Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum. Lúk 2.11-14 24. desember -...

Kyrrð og kærleikur á Þorláksmessu 23. desember kl. 17

21.12.2018
4. sunnudagur í aðventu 23. desember kl. 17 Á Þorláksmessu verður í stað venjulegrar sunnudagsmessu kyrrðar og kærleiksstund kl. 17. Þar verður sannkölluð jólastemning þar sem sungnir verða jólasálmar, ritningarlestrar lesnir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir mun flytja hugleiðingu. Organisti er Hörður Áskelsson. Forsöngvari og einsöngvari er...

Jól með Schola cantorum föstudaginn 21. desember kl. 12

20.12.2018
Jól með Schola cantorum Föstudaginn 21. desember kl. 12 Hádegistónleikar Schola Cantorum í Hallgrímskirkju Kammerkórinn Schola Cantorum heldur jólatónleika í Hallgrímskirkju föstudaginn 21. desember kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af "Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju". Á vetrarsólstöðum flytur Schola Cantorum hugljúfa jólatónlist úr ýmsum...

Bullandi karlmennska

19.12.2018
Karlmennskan var til umræðu í prédikun á þriðja sunnudegi í aðventu. Fjallað var um Jóhannes skírara, biblíuhugmyndir og verkefni nútímakarla. „Karl sem þjónn, karl sem siðferðisvera, karl sem vitringur, karl sem lítur á sig sem hlekk í keðju, hluta heildar og í þágu annarra. Það er karlaímynd Biblíunnar – og enginn ábyrgðarflótti.“ Hugleiðingin...

Kyrrðarstund á jólaföstu

18.12.2018
,,Leitaðu friðar og leggðu stund á hann“ Sálmur 34.15 Miðvikudaginn 19. desember kl. 17 – eftir lokun verður boðið til sérstakrar kyrrðarstunda sem einblína á íhugun og bæn í hljóðri kirkjunni. Kirkjugestir eru hvattir til þess að kveikja á kertum á kórtröppunar eða við ljósberann og njóta þess að vera í kyrrðinni fjarri stressi í kringum...

Síðustu foreldramorgnar fyrir jól

18.12.2018
Miðvikudaginn 19. desember verða síðustu foreldramorgnarnir fyrir í Suðursalnum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Verið velkomin.

Átta milljónir til hjálparstarfs

17.12.2018
Við messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 16. desember var úthlutað úr Líknarsjóði Hallgrímssafnaðar og gerð grein fyrir messusamskotum á árinu. Eins og jafnan er safnað til góðra málefna í sunnudagsmessum í Hallgrímskirkju og einnig í árdegismessum á miðvikudögum. Kirkjugestir lögðu samtals fram um 1.5 milljónir króna í samskotum við messur á...

Síðasta árdegismessan fyrir jól

17.12.2018
Miðvikudaginn næsta, 19. desember verður messað kl. 8 í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu verður jólamorgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.