Fréttir

Jólafundur Kvenfélagsins

28.11.2018
Hinn árlegi jólafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 18 í suðursal kirkjunnar. Dagskrá auglýst síðar. Hefðbundin hangikjötsveisla og jólastemmning. Allir velkomnir. Verð á mann 3.500. Vinsamlegast skráið ykkur hjá kirkjuvörðum eða á netföngin; gudrun.gunnarsdottir1@gmail.com,...

Kyrrðarstund

28.11.2018
Fimmtudaginn 29. nóvember er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, ljúft orgelspil og stutt hugleiðing ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Sorg, samtal og kyrrð

27.11.2018
Miðvikudaginn 28. nóvember kl. 17 verður síðasta samverustundin í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Sorg, samtal og kyrrð. Stutt inngangserindi frá sr. Birgi Ásgeirssyni sem ætlar að fjalla um hina óvæntu sorg. Samtal verður í kjölfarið og lýkur með örstuttri íhugunarstund við ljósbera kirkjunnar í umsjá presta Hallgrímskirkju. Irma...

Foreldramorgnar í Suðursal

26.11.2018
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

26.11.2018
Miðvikudaginn 28. nóvember kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir velkomnir.

Fyrirbænamessa í Suðursal

26.11.2018
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í Suðursalnum. Á morgun mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

25.11.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Nunnur í Hallgrímskirkju

23.11.2018
Þessi föngulegi hópur af nunnum kom í kirkjuna í morgun. Reyndar voru tveir karlar í hópnum og annar þeirra með yfirvaraskegg - en samt í nunnubúningi. Þau eru að dimittera, uppáklædd vegna þess að nú er tímum lokið í framhaldsskóla og stúdentsprófin eru framundan. Einn úr hópnum sagði upphátt: „Ég vissi ekki að þjóðkirkjan væri svona opin og...

Ensk messa sunnudaginn 25. nóvember kl. 14 / English service 25th November at 2 pm

22.11.2018
English below: Ensk messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ________________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is celebrant and preacher....