Fréttir: Febrúar 2017

Öskudagsmessa í Hallgrímskirkju

28.02.2017
Miðvikudaginn 1. mars er öskudagsmessa í Hallgrímskirkju kl. 08.00. Á þeim degi er miðvikudagssöfnuðurinn 14 ára. Sr. Kristján Valur Ingólfsson biskup í Skálholti syngur messu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Á eftir messunni er afmæliskaffi og meðlæti í safnaðarsalnum. Allir hjartanlega...

Opnun sýningar HILMA STÚDÍUR: SVANIR

28.02.2017
Hilma stúdíur: Svanir  Listsýning Jóns B. K. Ransu Opnun föstudaginn 3. mars kl. 18:00 í Hallgrímskirkju Sýningin er í forkirkjunni og verður opnunin við messulok. Léttar veitingar verða í boði Hallgrímssafnaðar og allir hjartanlega velkomnir. Jón B. K. Ransu hefur rýnt í verk sænsku listakonunnar Hilmu af Klint (1862-1944) og heimfært...

Kammerkórinn Schola cantorum hlýtur 2 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

28.02.2017
Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, er tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki sígildrar - og samtímatónlistar. Kórinn hlaut tvær tilnefningar, fyrir plötu ársins, Meditatio og sem Tónlistarflytjandi ársins. Í tilkynningu sem Íslensku tónlistarverðlaunin sendu frá segir: PLATA ÁRSINS Schola cantorum –...

75 ára Afmælishátíð Kvenfélags Hallgrímskirkju

28.02.2017
75 ára Afmælishátíð Kvenfélags Hallgrímskirkju  8. mars 2017 kl. 19 – 21 Gestur fundarins að þessu sinni verður Guðrún Finnbjarnardóttir sem fer yfir síðustu dagana fyrir vígslu kirkjunnar árið 1986. Boðið verður uppá veglegt kaffihlaðborð að hætti kvenfélaga. Þessi fundur, sem aðrir er opinn og allir velkomnir. Hlökkum til að sjá...

Liðug á líkama og sál

27.02.2017
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Katrín leikfimiskennari sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

27.02.2017
Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 10.30 – 11.00 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja á kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

26.02.2017
Á mánudögum er hádegisbæn kl. 12.15 – 12.30 sem Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir. Stundin er hjá Maríumyndinni inn í kirkjunni. Opið öllum, verið velkomin.

Vegna veðurs - Formlegu messuhaldi aflýst og opnun listsýningar frestað

26.02.2017
Vegna veðurs hefur formlegu messuhaldi  og barnastarfi í Hallgrímskirkju kl. 11 verið aflýst. Opnun listsýningarinnar sem átti að hefjast kl. 12.15 verður einnig frestað og verður auglýst seinna hvenær af henni verður. Turninn mun opna aftur kl. 12.15 og verður opinn eins og venjulega til kl. 16.45.      

Ensk messa 26. febrúar kl. 14 / English service 26. February at 2 pm

24.02.2017
English below: Ensk messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. __________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is celebrant and preacher. Coffee after service. Welcome.