Fréttir

Stjörnur og snjókorn Hallgrímskirkju

13.12.2019
Á aðventunni fríkka bekkir Hallgrímskirkju. Bekkjaendarnir hafa síðustu ár verið skreyttir með hvítum, hekluðum snjókornum. Erla Elín Hansdóttir, sem er kunn að kennslu í Kvennaskólanum og störfum í þágu Hallgrímskirkju, er líka hannyrðakona. Fyrir mörgum árum vantaði skreytingu á aðventunni og þá gerði hún stjörnur úr pappír, sem voru notaðar til...

Upplestur á Jólunum hans Hallgríms aðgengilegur til hlustunar

13.12.2019
Þeir sem hafa áhuga á geta nú hlustað og notið upplestur á Jólunum hans Hallgríms hér á heimasíðunni okkar. Flutningurinn er þó aðgengilegur bara til áramóta en Forlagið og höfundur bókarinnar, Steinunn Jóhannesdóttir hafa gefið góðfúslegt leyfi til að hafa bókina aðgengilega í tilefni af sýningunni á Jólunum hans Hallgríms sem er í gangi til...

Kvöldkirkjan fimmtudaginn 12. desember

11.12.2019
Allir, sem koma inn í Hallgrímskirkju fimmtudagskvöldið 12. desember ganga inn í kyrrð og rökkvaða kirkju með kertaljósum. Þetta kvöld verður kvöldkirkja, sem er samvinnuverkefni presta og starfsfólks Hallgrímskirkju og Dómkirkju. Kvöldkirkja verður frá kl. 19 til 21,30 og verður fyrst um sinn einu sinni í mánuði, fyrst í Hallgrímskirkju og í...

Aðventu kyrrðarstund og jólaborð

11.12.2019
Fimmtudaginn 12. desember kl. 12 Þá er komið að síðustu kyrrðarstundinni fyrir jól og að þessu sinni verður hún með aðventu sniði. Stundin er í hálftíma og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir íhugar og Björn Steinar Sólbergsson er organisti. Eftir stundina verður hið árlega og veglega jólaborð í Suðursalnum á vægu verði. Allir velkomnir.

Árdegismessa 11.12.2019 fellur niður vegna veðurs

10.12.2019
Veðrið sem er nú að ganga yfir landið verður ekki farið í fyrramálið.  Þess vegna hefur sú ákvörðun verið tekin að sleppa árdegismessunni endilega látið sem flesta vita. Kær kveðja, Starfsfólk Hallgrímskirkju

The Church will close at 15:00 today due to weather.

10.12.2019
The church will be closed at 15:00 due to severe wind going over the country.  We are sincerely sorry for the inconvenience that may cause. Most sincerely Staff of Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkju verður lokað kl 15:00 vegna veðurs

10.12.2019
Lokað verður vegna veðurs kl 15:00 í dag.  Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Kær kveðja Starfsfólk kirkjunnar.

Jólakór í Hallgrímskirkju

08.12.2019
Jólakór Hallgrímskirkju Langar þig að syngja inn jólin í Hallgrímskirkju? Kórinn er fyrir allan grunnskólaaldur. Það verða fjórar æfingar 9., 11., 18. des. og sameiginlega æfing með Mótettukórnum 20. des. Allar æfingar kl. 18-19. Kórinn mun syngja á aðfangadag kl. 18:00. Allir velkomnir í kórinn. Kórstjóri: Ragnheiður Bjarnadóttir.

Hádegisbæn

08.12.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.