Fréttir

Hádegisbæn

13.01.2020
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Messa og barnastarf sunnudaginn 12. janúar kl. 11

09.01.2020
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin.

Kirkjan lokuð föstudaginn 10. janúar

08.01.2020
Kirkjan verður lokuð allann daginn, föstudaginn 10. janúar vegna athafna. Opnum aftur laugardaginn 11. janúar kl. 9 - 17 og turninn kl. 9 - 16:30.  

Líflegt safnaðarstarf á nýju ári!

08.01.2020
Allir velkomnir! Hádegisbænir: Hófust aftur mánudaginn 6. janúar og er alla mánudaga kl. 12:15. Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir og stundin er ávallt við Maríualtari inn í kirkju. Fyrirbænamessa/guðþjónusta: ...Er byrjað aftur. Er á þriðjudögum milli kl. 10.30 – 11:30. Samverurnar eru í kórkjallara. Árdegismessa: Alla miðvikudaga í kór...

Krílasálmar byrja aftur í næstu viku

07.01.2020
Krílasálmar í Hallgrímskirkju Skráning hjá Kristný Rós Gústafsdóttir, kristny@hallgrimskirkja.is.

Foreldramorgnar á nýju ári

07.01.2020
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum eru alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin! Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.

Fyrsta árdegismessa ársins

07.01.2020
Annar miðvikudag ársins, 8. janúar 2020 er árdegismessa kl. 8 í Hallgrímskirkju. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Morgunmatur og kaffi eftir messu.  Verið velkomin. 

Hallgrímskirkja í Singapore

06.01.2020
Vinkona mín sendi mér mynd af sér fyrir framan eftirlíkingu af Hallgrímskirkju. Henni þótti greinilega gaman að hafa rambað á kirkjuna á óvæntum stað. Hún var í Gardens by the Bay í Singapore. Í þeim miklu garðahvelfingum hefur verið sett upp norræn jólasýning með táknmyndum Norðurlanda. Hallgrímskirkja var valin sem táknbygging Íslands. Fyrir...

Hádegisbæn

05.01.2020
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.