Fréttir

Nýja þýðing Passíusálmanna

28.10.2019
Einar Karl Haraldsson: Ávarp á Hallgrímsdegi 27. október 2019 Kæri söfnuður, biskupar og sendiherrar Bretlands og Kanada! Skyldi Hallgrím Pétursson hafa grunað þegar hann lauk Passíusálmum sínum árið 1659, fyrir 360 árum, að ekkert bókmenntaverk myndi verða prentað jafnoft á Íslandi og hans; nærri eitt hundrað sinnum þegar hér er komið sögu?...

Foreldramorgnar í kórkjallara

28.10.2019
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin! Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.

Hádegisbæn

27.10.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Ensk messa sunnudaginn 27. október kl. 14 / English service Sunday 27th October at 2pm

25.10.2019
English below: Ensk messa kl. 14 sunnudaginn 27. október. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ---------------- English service with holy communion at 2 pm, October 27th. Pastor: Rev. Bjarni Þór Bjarnason. Organist is Björn Steinar...

Ný ensk þýðing á Passíusálmum og Leifur Breiðfjörð sýnir glerlistaverk

25.10.2019
Á sunnudaginn kemur, 27. október kl. 11 er Hallgrímsmessa og barnastarf. Þá verður afhent ný þýðing á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, úr þýðingu Dr. Gracia Grindal.  Eftir messukaffið, um kl. 13 mun Leifur Breiðfjörð segja frá glerlistaverki sínu yfir kirkjudyrunum og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, hönnuður segja frá hvernig hönnun...

Hallgrímsmessa og barnastarf sunnudaginn 27. október kl. 11

24.10.2019
Hallgrímsmessa og barnastarf Sunnudaginn 27. október kl. 11 Mikið verður um dýrðir næsta sunnudag til að fagna að 26. október eru 33 ár frá vígslu Hallgrímskirkju og 27. október markar 345. ártíð Hallgríms Péturssonar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða....

Páll Haukur - listamannaspjall

24.10.2019
Ósegjanleiki / An Unspeakable Listamannaspjall – Páll Haukur í Hallgrímskirkju föstudaginn 25. okt. 2019 kl. 17:00 Föstudaginn 25. október 2019 kl. 17:00 býður Listvinafélag Hallgrímskirkju til listamannaspjalls í forkirkju Hallgrímskirkju í tengslum við sýningu Páls Hauks Ósegjanleiki /An Unspeakable. Páll Haukur mun ræða um sýninguna og...

Kvöldkirkjan fimmtudaginn 24. október

23.10.2019
Allir, sem koma inn í Hallgrímskirkju fimmtudagskvöldið 24. október ganga inn í kyrrð og rökkvaða kirkju með kertaljósum. Þetta kvöld verður fyrsta kvöldkirkjan, sem er samvinnuverkefni presta og starfsfólks Hallgrímskirkju og Dómkirkju. Kvöldkirkja verður frá kl. 17 til 21,30 og verður fyrst um sinn einu sinni í mánuði, fyrst í Hallgrímskirkju og...

Ljóð og sálmar um sorg og líf

23.10.2019
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, skáld, talar í dag í Hallgrímskirkju um skáldskap sinn. Aðalsteinn leiðir okkur inn í heim ljóða og sálma sinna og ræðir um hvernig hann yrkir um sorgin, missi, minningar, birtu og vonina. Norðursalur, 23. október, miðvikudagur, kl. 12-12,45.