Fréttir

Kolefnisjöfnun í Skálholti

17.09.2019
Á Degi náttúrunnar 16. september og innan Tímabils sköpunarverksins í kirkjunni var haldið í Skálholt síðdegis með langferðabíl frá Snæland Grímssyni. Um 20 manns frá Hallgrímskirkju, 11 frá Biskupsstofu með biskup í fararbroddi og 3 úr Breiðholtssókn voru með í för. Í Skálholti tóku á móti okkur Kristján Björnsson vígslubiskup, séra Halldór...

Krílasálmar byrja aftur

15.09.2019
Krílasálmar hefja göngu sína á ný í Hallgrímskirkju eftir sumarleyfi. Krílasálmar verða á mánudögum í kirkjunni kl. 10:45-11:45. Námskeiðið verður í 6 vikur og byrjar 16. sept – 21. okt. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja...

Hádegisbæn

15.09.2019
Þá er komið að fyrstu hádegisbæninni í vetur. Yfir vetrartímann á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Hallgrímssókn býður til safnaðarferðar í Skálholt – kolefnisjöfnum safnaðarstarfið sama

12.09.2019
Í vor ákvað kirkjuráð Þjóðkirkjunnar að stefna að metnaðarfullum aðgerðum í umhverfismálum. Meðal þessara aðgerða er að bjóða söfnuðum Þjóðkirkjunnar að kolefnisjafna safnaðarstarfið sitt með því að gróðursetja tré í landi Skálholts. Nýlega lagðist af búskapur í Skálholti og ákveðið hefur verið að helga landið til skógræktar. Með þessu verður hægt...

Messa og barnastarf sunnudaginn 15. september kl. 11

12.09.2019
Þrettándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti Hörður Áskelsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir stýra barnastarfinu. Barn borið til skírnar. Kaffisopi eftir messu.  Verið hjartanlega velkomin. 

Kirkjan opnar kl. 12:30 á morgun

11.09.2019
Kirkjan verður lokuð vegna athafna milli kl. 9 - 12:30 fimmtudaginn 12. september. Kirkjan verður því opin frá kl. 12:30 - 21 og turninn opinn kl. 12:30 - 21.

Örkin og unglingar

09.09.2019
Í Hallgrímskirkju er starfandi æskulýðsfélag sem heitir Örkin og unglingar. Starfið er fyrir unglinga í 8.-10. bekk og verða fundir á þriðjudagskvöldum kl. 19:30-21:30 í kórkjallara Hallgrímskirkju.  Fyrsti fundur Arkarinnar og unglinga verður þriðjudaginn 10. sept. Allir unglingar hjartanlega velkomnir!  

Árdegismessa miðvikudaginn 10. september kl. 8

09.09.2019
Árdegismessa Miðvikudaginn 10. september kl. 8 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messa ásamt messuþjónum. Tilvalið tækifæri til að byrja daginn snemma í góðu samfélagi. Morgunmatur eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

Sýningaropnun - Ósegjanleiki / An Unspeakable

07.09.2019
Páll Haukur Ósegjanleiki / An Unspeakable 8, sept. - 24. nóv. 2019 Myndlistarsýning Páls Hauks, Ósegjanleiki, verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. september 2019 við messulok kl.12:15.  Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir.?  Allir eru hjartanlega velkomnir og verða...