Fréttir

Messa og barnastarf sunnudaginn 8. september kl. 11

05.09.2019
Messa og barnastarf sunnudaginn 8. september kl. 11 12. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Schola cantorum syngur. Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir stýra barnastarfinu. Kaffisopi eftir messu. Verið...

Foreldramorgnar í kórkjallara

03.09.2019
Foreldramorgnar verða á sínum stað á morgun í kórkjallaranum, miðvikudaginn 4. september kl. 10 - 12 eins og alla miðvikudaga í vetur. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.  

Árdegismessa

02.09.2019
Miðvikudaginn 4. september kl. 8 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messa ásamt messuþjónum. Tilvalið tækifæri til að byrja daginn snemma í góðu samfélagi. Morgunmatur eftir messu.  Allir hjartanlega velkomnir.

Kirkjuklukkur hringja snemma á mánudagsmorgni

01.09.2019
Í tilefni átaksins Á allra vörum hafa forystukonurnar, Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir óskað eftir því við biskup Íslands, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur að þjóðkirkjan vekji athygli á átakinu með því að kirkjuklukkum landsins verði hringt mánudaginn 2. september kl. 7:15. Þannig að ekki láta ykkur...

Kristný Rós ráðin til starfa

30.08.2019
Kristný Rós Gústafsdóttir djákni hefur verið ráðin til starfa í Hallgrímskirkju og mun hún sjá um fræðslu- og fjölskylduþjónustu. Kristný Rós útskrifaðist árið 2010 úr guðfræðideild Háskóla Íslands sem djáknakandidat. Árið 2011 vígðist sem hún djákni til Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls og tók við barna- og æskulýðsstarfi þar. Kristný...

Á allra vörum

30.08.2019
Átakið Á allra vörum hefst í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september kl. 16-18. Þér er boðið.

Messa og barnastarf sunnudaginn 1. september kl. 11

29.08.2019
Messa og barnastarf Sunnudaginn 1. september kl. 11 11. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Forráðafólki og fermingarungmennum eru sérstaklega boðin velkomin. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi...

Hvenær byrjar sunnudagaskólinn?

28.08.2019
Hauststarfið í Hallgrímskirkju hefst í byrjun september og sunnudagaskólinn líka. Sunnudaginn 1. september verður dagskrá fyrir börnin í Suðursalnum á messutíma. Messan hefst kl. 11 og börnin byrja í messunni í kirkjunni og fara svo til sinna starfa. Rósa Árnadóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir sjá um samveruna. Sunnudagaskólinn þennan fyrsta...

Fermingar 2020 og fræðslan

28.08.2019
Fermingarfræðslan í Hallgrímskirkju hefst sunnudaginn 1. september. Eftir messuna kl. 11 verður upplýsingafundur í kórkjallara Hallgrímskirkju. Þar verður farið yfir dagskrá vetrarins og áhersluþætti fermingarfræðslunnar. Fræðslan er opin öllum, hvort sem þau búa innan eða utan sóknar og trúfélagsaðild að þjóðkirkjunni er ekki skilyrði. Þau sem...