Fréttir

Hvar áttu heima?

28.07.2019
Ég hitti merkilegan mann í Gautaborg og hann sagði margt sem sat í mér - um líf, heilindi, hlutverk okkar og verkefni. Hvar áttu heima? Viska mannsins rataði í hutleiðingu mína í Hallgrímskirkju í dag. Ég birti ræðuna á heimasíðu minni. Slóðin er að baki þessari smellu. Sigurður Árni Þórðarson.

Sr. Inga Harðardóttir kveður Hallgrímssókn

26.07.2019
Það eru spennandi tímar framundan hjá sr. Ingu Harðardóttur fráfarandi æskulýðsfulltrúa Hallgrímskirkju en hún heldur til Noregs nú um mánaðamótin til að þjóna sem sóknarprestur íslenska safnaðarins í Osló. Kveðjukaffi var haldið henni til heiðurs í Suðursal Hallgrímskirkju í gær þar sem hún var leyst út með gjöfum og hlýjum kveðjum. Inga hefur...

Verkefnastjóri fræðslu- og fjölskylduþjónustu Hallgrímskirkju

26.07.2019
Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra við Hallgrímskirkju. Hlutverk verkefnastjórans er að stýra æskulýðs- og fjölskyldustarfi kirkjunnar s.s. kirkjuskóla og fjölskyldumessum, foreldramorgnum, fermingarstarfi auk samstarfs við skóla og félagasamtök. Einnig heyrir undir starfið sértækt fræðslustarf sbr. aðventunámskeiðið Jólin hans Hallgríms...

Hvar er heima? Boltinn, Boris og kúlan.

25.07.2019
Hvar áttu heima? Ég fékk merkilegt svar í Gautaborg fyrir viku síðan sem lyfti mér yfir hið lágsækna og óttalega sem populismi nútímans hamrar á. Erindi mitt til Gautaborgar var Gothia-fótboltamótið, sem þar er haldið árlega. Ég mun hugleiða fótboltan, Boris Johnson, Apollomyndir af bláu kúlunni og heimaskilning. Auk mín þjóna messuþjónar, Kjartan...

Isabelle Demers kanadísk orgelstjarna leikur á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars helgina 27. og 28. júlí.

25.07.2019
Isabelle Demers frá Kanada leikur á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumar um helgina. Tónleikarnir eru laugardag 27. júlí kl. 12 og sunnudag 28. júlí kl. 17. Dr. Isabelle Demers er frá Quebec í Kanada og lauk doktorsnámi frá Juilliard School. Hún er orgelkennari og forstöðumaður orgeldeildarinnar við Baylor University í Texas. Hún er einnig fulltrúi...

Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 24. júlí! / Lunchtime Concert Wednesday July 24 at 12 noon!

22.07.2019
Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 24. júlí. Á tónleikunum verður flutt falleg, hátíðleg og skemmtileg dagskrá sem spannar vítt litróf frá miðöldum á Íslandi til vorra daga með viðkomu í íslenskum tvísöng auk þess sem nokkrar glæsilegar og þekktar perlur evrópskra tónbókmennta verða teknar til kostanna. Miðaverð er 2.700 kr. og...

Árdegisguðsþjónusta miðvikudaginn 24. julí kl. 8.

22.07.2019
Kl 8 miðvikudaginn 24. julí Grétar Einarsson stýrir guðsþjónustunni ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.

Messa 21. júlí kl 11

17.07.2019
Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Irmu Sjöfn Óskarsdóttir í messunni 21. júlí kl. 11. Kjartan Ognibene leikur á orgelið. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Útspil: Yves Rechsteiner. Hann leikur einnig á tónleikum kl. 17.

Frábærir orgeltónar í Hallgrímskirkju um helgina með Yves Rechsteiner konsertorganista frá Frakklandi / Wonderful organ music with Yves Rechsteiner concert organist from France in Hallgrímskirkja this weekend

17.07.2019
Frábærir orgeltónar í Hallgrímskirkju um helgina með Yves Rechsteiner konsertorganista frá Frakklandi Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019 Laugardagur 20. júlí kl. 12.00 - 12.30 Yves Rechtsteiner, konsertorganisti frá Frakkland Flytur verk eftir J. S. Bach og J. P Rameau.   Miðaverð 2500 kr   Alþjóðlegt...