Fréttir

Hádegisbæn

05.11.2017
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Kirkjan lokar fyrr vegna veðurs

05.11.2017
Vegna veðurs lokar turninn kl. 16 og kirkjan lokar kl. 16.30. Við minnum líka á að tónleikar Schola cantorum kl. 17 er frestað einnig.  

ÁRÍÐANDI! TÓNLEIKUM Schola cantorum á Allra heilagra messu sunnudaginn 5. nóv nk.FRESTAÐ

05.11.2017
Fyrirhuguðum tónleikum Schola cantorum á Allra sálna messu í Hallgrímskirkju í dag kl. 17 er aflýst vegna veðurs í samráði við sérfræðinga á Veðurstofunni. Þessir árlegu tónleikar þegar látinna minnst eru ávallt mjög vel sóttir af innlendum sem erlendum tónleikagestum og vilja forsvarsmenn Listvinafélagsins ekki eiga á hættu að fólk komi og...

Kórperlur með Schola Cantorum

03.11.2017
Kórperlur með Schola Cantorum á Allra heilagra messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn  5. nóvember 2017 klukkan 17   Efnisskrá: MEDIA VITA  eftir John SHEPPARD  MISERERE  eftir James MacMILLAN REQUIEM eftir Kjell- Mörk KARLSEN   Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, heldur tónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn...

Messa og barnastarf 5. nóv kl. 11

03.11.2017
Messa og barnastarf 5. nóvember 2017, kl. 11. Tuttugasti og fyrsti sunnudagur eftir þrenningarhátíð Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjá með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir og æskulýðsleiðtogar.

Kyrrðarstund

01.11.2017
Fimmtudaginn 2. nóvember kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

31.10.2017
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

31.10.2017
Á miðvikudagasmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

95 greinar Lúthers í fyrsta sinn! 

30.10.2017
Þegar Marteinn Lúther negldi greinar sínar á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg 31. október 1517 hófst siðbótin. Hugmyndir Lúthers breyttu kirkjulífi, stjórnmálum og menningarlífi Evrópu. Nákvæmlega 500 árum síðar verða greinarnar 95 lesnar upphátt í Hallgrímskirkju. Þetta er í fyrsta sinn sem greinarnar eru lesnar í heyranda hljóði í kirkju á...