Fréttir

Foreldramorgnar í kórkjallara

16.10.2017
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

16.10.2017
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Messa og samkirkjuleg guðþjónusta

13.10.2017
Sunnudagurinn 15. október Messa kl. 9.30 Messa undir forsæti Hans heilagleika, samkirkjulega patríarkans í Konstantínóbel, Bartholomew á vegum Rétttrúnaðarkirkjunnar. Messan er öllum opin. Prédikun verður flutt á ensku. Samkirkjuleg guðþjónusta kl. 11 Samkirkjuleg guðþjónusta á vegum Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi. Prédikun:...

Kyrrðarstund

10.10.2017
Fimmtudaginn 12. október kl. 12 er kyrrðarstund í hádeginu. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í kórkjallara

10.10.2017
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

10.10.2017
Á miðvikudagasmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.  

Hádegisbæn - FELLUR NIÐUR

08.10.2017
Því miður FELLUR NIÐUR hádegisbænin í dag. Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf 8. október kl. 11

06.10.2017
Næstkomandi sunnudagur er sautjándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Messa í Hallgrímskirkju kl. 11 og allir velkomnir. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi...

Tíminn er fullnaður

06.10.2017
Hvers virði er náttúran og umhverfið þér? Hefur kirkjan eitthvað um þau stóru mál að segja. Sunndagaginn 8. október mun Einar Karl Haraldsson hafa framsögu í Hallgrímskirkju um efnið: Tíminn er fullnaður – umbreyting nauðsyn. Allir eru velkomnir til samtalsins sem verður á jarðhæð kirkjunnar - en kórmegin. Hægt er að ganga inn að austanverðu en...