Fréttir: 2025

Hinsegin dagar hafnir og Gleðigangan fer frá Hallgrímskirkju að vanda

08.08.2025
Hinsegin dagar eru hafnir og af því tilefni eru tröppurnar í Hallgrímskirkju skreyttar regnboganum. Hinsegin dagar eru mikilvægir. Þeir vekja athygli á misrétti og ofbeldi og rjúfa þögnina.   Gleðigangan 2025 sem er hápunktur hátíðarinnar fer af stað laugardaginn 9. ágúst kl. 14. frá Hallgrímskirkju.   Hallgrímskirkja...

Bæn fyrir íbúa Gasa

07.08.2025
Friðarins Guð. Við biðjum þig fyrir öllum þeim sem þjást og líða á Gasa. Þrátt fyrir að við séum langt frá átökum og þjáningum þeirra sem þar líða þá finnum við fyrir sársauka þeirra. Við upplifum vanmátt, sorg og angist með systkinum okkar á Gasa. Hjálpa þeim að missa ekki vonina jafnvel þegar staðan virðist vonlaust. Guð, hjálpa okkur að gleyma...

Kirkjukukknahljómur fyrir friði á Gasa og bænastund

06.08.2025
Hallgrímskirkja tekur þátt í klukknahljómi fyrir friði á Gasa á morgun, fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 munu kirkjuklukkur landsins hljóma líkt og klukkur fjölda kirkna í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi til samstöðu með þjáðum íbúum Gasa. Bænastund í Hallgrímskirkju að klukknahringingunni lokinni sem stendur yfir í 7-15 mínútur. Við hvetjum fólk...

Nýr Barnakór Hallgrímskirkju

21.07.2025
Nýr Barnakór Hallgrímskirkju Með mikilli gleði og ánægju kynnum við nýjan Barnakór Hallgrímskirkju sem hefst í haust! Kórinn er ætlaður börnum í 3.–5. bekk og er öll þátttaka ókeypis. Í kórnum fá börn tækifæri til að: læra grunnatriði í raddbeitingu og tónlist syngja fjölbreytt lög og sálma í skemmtilegu og hvetjandi umhverfi taka...

Prédikunarstóllinn / 13. júlí 2025 – Líttu þér nær/ er bjálki í auga?

17.07.2025
Líttu þér nær/ er bjálki í auga? Prestur: Eiríkur Jóhannsson 4. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Lexía: Jer 7.1-7Orðið sem kom til Jeremía frá Drottni: Taktu þér stöðu við hliðið að húsi Drottins, flyttu þar þessa ræðu og segðu: Heyrið orð Drottins, allir Júdamenn, sem gangið inn um þetta hlið til að tilbiðja Drottin. Svo segir Drottinn...

ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2025 HEFST SUNNUDAGINN 6. JÚLÍ KL. 17:00

27.06.2025
Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025 Orgelsumar í Hallgrímskirkju býður upp á fjölbreytta tónleikaröð með framúrskarandi íslenskum og erlendum listamönnum. Ómþýður hljómur stórfenglegu Klais- og Frobenius- orgelanna í kirkjunni fyllir rýmið á hverjum laugardegi og sunnudegi í júlí og ágúst. Á Menningarnótt 23. ágúst verður Sálmafoss þar sem margir...

Prédikunarstóllinn / 22. júní 2025 – Hver tekur mark á góðum ráðum?

27.06.2025
Prédikanir og pistlar, Prestar
Hver tekur mark á góðum ráðum?Prestur: Eiríkur Jóhannsson Textar dagsins:1.sunnudagur eftir þrenningarhátíð Lexía: 5Mós 15.7-8, 10-11Ef einhver bræðra þinna er fátækur í einni af borgum þínum í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér skaltu ekki loka hendi þinni fyrir fátækum bróður þínum með harðýðgi heldur skalt þú ljúka upp hendi þinni...

Prédikunarstóllinn / 8. júní 2025 / Andagift á Hvítasunnu

26.06.2025
Prédikanir og pistlar, Prestar
Andagift á HvítasunnuPrestur Eiríkur Jóhannsson. Textar:Pistill: Post 2.1-4 (-11)Þá er upp var runninn hvítasunnudagur voru allir saman komnir á einum stað. Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt...

Fjölbreytt og falleg dagskrá í Hallgrímskirkju á Þrenningarhátíð, sunnudaginn 15. júní 2025 frá kl. 11:00

11.06.2025
Þrenningarhátíð15. júní 2025 kl. 11:00 Messa:Ræðum himnesk efni og jarðnesksr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og predikarOrganisti: Steinar Logi HelgasonFélagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng Sögustund:Sögustund í Hallgrímskirkju alla sunnudaga í júní 2025 kl. 11.00. Velkomin á sögustund fyrir börn og fjölskyldur á messutíma í...