Fréttir

Fyrirbænamessa í kórkjallara

07.03.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir notalega fyrirbænamessu í kórkjallaranum á morgun, þriðjudaginn 7. mars kl. 10.30 – 11.00. Í messunni er beðið fyrir líðandi stund í góðu samfélagi. Allir velkomir.

Hádegisbæn á mánudegi

07.03.2016
Í hádeginu á hverjum mánudegi kl. 12.15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir kortérs bænastund þar sem allir eru velkomnir. Stundin er alltaf inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið velkomin til bænahalds.

Æskulýðsdagurinn 6. mars í Hallgrímskirkju

03.03.2016
Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar verður messubragurinn í Hallgrímskirkju að hætti unga fólksins. Inga Harðardóttir og sr. Sigurður Árni stýra samverunni í kirkjunni. Kór Ísaksskóla syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Félagar í Mótettukórnum syngja og Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Fermingarungmenni taka þátt í athöfninni og...

Biblían og Svana Helen

03.03.2016
Hvers virði er Biblían? Hvað er það í Biblíunni sem hefur gildi í samtíð okkar - eða ætti að hafa áhrif? Svana Helen Björnsdóttir er verkfræðingur, frumkvöðull, kirkjuráðskona og fleira. Hún hefur áhuga á Biblíunni og mun ræða um afstöðu sína og tengsl við Ritninguna sunnudaginn 6. mars kl. 10. Allir velkomnir.

Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudögum

02.03.2016
Á fimmtudögum er hálftíma kyrrðarstund sem prestar kirkjunnar leiða og organistar spila. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugvekju og bæn. Hörður Áskelsson leikur á orgelið. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Árdegismessa á miðvikudögum

01.03.2016
Góð leið til þess að byrja daginn, árdegismessa á miðvikudögum kl. 8.00. Dr. Sigurður Árni Þórðarson og messuþjónar þjóna. Morgunkaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Liðug á líkama og sál í kórkjallaranum

01.03.2016
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 – 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

01.03.2016
Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir notalega fyrirbænamessu í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 10.30 – 11.00. Í messunni er beðið fyrir líðandi stund í góðu samfélagi.  Allir velkomir.

Ensk messa / English Service, Sunday at 14 pm, 28. february

26.02.2016
English below: Ensk messa með altarisgöngu í Hallgrímskirkju kl. 14, 28. febrúar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Þorgeir Lawrence les ritningalestra og bænir. Messuþjónn er Guðlaugur Leósson. Kaffisopi eftir messu. Allir velkomnir.   Service – with Holy...