Fréttir

Árdegismessa á miðvikudögum

03.01.2016
Árdegismessa kl. 08 miðvikudaginn 6. janúar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson og leikmenn þjóna og prédika. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

03.01.2016
Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir fyrirbænamessur í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 10.30 – 11.00. Allir velkomir.

Hádegisbæn á mánudögum - sú fyrsta á nýju ári

03.01.2016
Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir ávallt bænastundir á mánudögum í vetur kl. 12.15 – 12.30. Stundin er hjá Maríumyndinni norðanmeginn í kirkjunni. Upplagt er að biðja fyrir heiminum og njóta kyrrðar, verið velkomin til bænahalds.

Sunnudagsmessa á nýju ári - 3. janúar kl. 11

01.01.2016
Fyrsta sunnudaginn 3. janúar milli nýárs og þréttanda er messa kl. 11 í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Messukaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin. Textar: Lexía: 1Sam 2.1-10 Hanna...

Ó, Guð vors lands - hvar?

01.01.2016
Ó, lands vors Guð. Hver og hvar er sá Guð? Ertu í sambandi við þann Guð sem hefur tímaflakk á valdi sínu? Hverjir lofa hið heilaga nafn? Er það til einhvers? Og hvað munu þúsundir Íslendinga syngja í Frakklandi þegar landsleikir Evrópumótsins byrja? Lofsöng til Guðs! Og þeir munu leggja allt í sönginn og líka í leikinn. En hvað með trúna og stöðu...

Hátíðarguðþjónusta á Nýársdegi kl. 14

30.12.2015
Á fyrsta degi nýs árs, föstudaginn 1. janúar verður hátíðarguðþjónusta kl. 14 í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukór syngja og organisti er Hörður Áskelsson. Verið velkomin til kirkju á nýju ári.

Aftansöngur - gamlársdag kl. 18

29.12.2015
Ljúkum árinu með kirkjugöngu og hefjum nýtt ár í Jesú nafni. Aftansöngur í Hallgrímskirkju á gamlársdag hefst kl. 18. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Athöfninni er útvarpað á rás 1 RÚV.

Hátíðarhljómar við áramót kl. 17 á Gamlársdegi

28.12.2015
Hátíðartónlist fyrir 3 trompeta, orgel og pákur kl. 17 í Hallgrímskirkju á Gamlársdegi. Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari og Eggert Pálsson pákuleikari flytja glæsileg hátíðarverk m.a. eftir Vivaldi, Purchell, Bach og Albinoni. Áramótastemningin byrjar...

Árdegismessa á miðvikudögum

28.12.2015
Árdegismessa kl. 08 miðvikudaginn 30. desember. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og leikmenn þjóna og prédika. Kaffi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.