Fréttir

Árdegismessa

17.11.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í árdegismessu í kór kirkjunnar kl. 8 miðvikudaginn 17. nóvember. Prestar kirkjunnar þjóna en fulltrúar úr söfnuðinum leiða bænagjörð, forsöng og aðstoða við útdeilingu.

Þriðjudagsæfing barna og unglingakórs Hallgrímskirkju

17.11.2015
Í dag þriðjudaginn 17. nóvember kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum, sem hefur farið vel af stað í vetur. Hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars...

Hallgrímskirkjubókin

16.11.2015
Í tilefni af 75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar í Reykjavík gaf Hallgrímskirkja út sögu safnaðarins. Dr. Sigurður Pálsson fyrrum sóknarprestur í Hallgrímskirkju ritaði söguna sem ber yfirskriftina Mínum Drottni til þakklætis, Saga Hallgrímskirkju. Bókin er 232 bls. og ríkulega myndskreytt. Hallgrímskirkja er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og...

Fyrirbænamessa í kórkjallara

16.11.2015
Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, prestar Hallgrímskirkju, leiða fyrirbænamessur í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 10.30 – 11.00. Allir velkomir.

Aldrei aftur París

16.11.2015
Sonur minn horfði á móður sína og sagði: „Mér finnst allt vera breytt“ og drengurinn tjáði okkur að honum þætti veröldin væri önnur eftir morðin í París. Hann óttaðist að þriðja heimsstyjörldin væri hafin. Er allt breytt? Og hvað svo? Íhugun í messunni sunnudaginn 15. nóvember er að baki þessum smellum tru.is og sigurdurarni.is

Málþing um Viðeyjarbiblíu mánudaginn 16. nóvember kl. 12.10

16.11.2015
Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður haldið málþing um Viiðeyjarbiblíu (1841) á degi íslenskrar tungu mánudaginn 16. nóvember klukkan 12:10 í Norðursal Hallgrímskirkju. Dagskrá: Dr. Sigurður Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur, er málstofustjóri og flytur með inngangsorðum stutta kynningu á Viðeyjarbiblíu. Frú Agnes M....

Hádegisbæn á mánudögum

15.11.2015
Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir ávallt bænastundir á mánudögum í vetur kl. 12.15 – 12.30. Stundin er hjá Maríumyndinni norða meginn í kirkjunni. Upplagt er að biðja fyrir heiminum og njóta kyrrðar, verið velkomin til bænahalds.

Fimm krossfestingar, ský og marmari - leiðsögn um myndlistarsýningu

13.11.2015
Sunnudaginn 15. nóvember kl. 14.00 verður í boði leiðsögn um myndlistarsýningu Helga Þorgils Friðjónssonar í Hallgrímskirkju á næst síðastu sýningarhelginni. Listamaðurinn Helgi Þorgils, Rósa Gísladóttir myndlistamaður og dr. Sigurður Árni Þórðarson spjalla um verkin og list Helga. Boðið verður upp á kaffi í suðursal kirkjunnar á...

Fjórir prestar og ein jarðarför

12.11.2015
Hvers konar prestar mæta okkur í kvikmyndum? Sunnudaginn 15. nóvember kl. 12:30 mun sr. Árni Svanur Daníelsson flytja erindið: Fjórir prestar og jarðarför: Kirkjan í kvikmyndum. Sýnd verða fyndin en líka grafalvarleg dæmi úr nýlegum kvikmyndum og rætt um það hvernig kirkja og prestar birtast í kvikmyndum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!