Fréttir

Messa og barnastarf sunnudaginn 15. nóvember kl. 11

12.11.2015
Sunnudagurinn 15. nóvember er messa  11.00 í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Í prédikun verður rætt um ást og ofbeldi og voðaverk í París og viðbrögð okkar. Messuþjónar aðstoða ásamt fermingarungmennum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða söng og orgelleik annast Steinar Logi Helgason. Inga...

Prayer - kyrrðarstund kl. 17

12.11.2015
Meditation and prayer in rememberance of those who died in the Paris attacks - in Hallgrímskirkja Saturday November 14th 5 pm. Kyrrðarstund verður í Hallgrimskirkju kl. 17 laugardaginn 14. nóvember. Vegna voðaverkanna í París verður efnt til þessarar samveru. Fólk hefur tækifæri til að kveikja á kertum til minningar fórnarlömbum og til að sýna...

Schola cantorum í tónleikaferðalagi til Sviss

12.11.2015
Þann 12. nóvember heldur kórinn í tónleikaferð til Sviss í boði listahátíðarinnar Culturescapes, sem fram fer í  Basel og nágrenni og er með íslenska list í brennidepli. Kórinn syngur fimm tónleika á fjórum dögum: Í leikhúsinu í Chur þann 12. nóvember, í leikhúsinu í Bellinzona 13. nóvember, í Usterkirkju þann 14., Goetheanum í...

Krílasálmar á fimmtudögum

12.11.2015
Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Í tímunum sem er kl. 13.00 – 14.00 á fimmtudögum, er notast við sálma, íslensk þjóðlög og þekkt barnalög, yfirtónarík hljóðfæri og forvitnilegan hljóðheim. Leiðbeinendur eru Arngerður María Árnadóttir,...

Kyrrðarstund fimmtudaginn 12. nóvember

11.11.2015
Í kyrrðarstundinni 12. nóvember er leikið á orgelið og prestar kirkjunnar flytja hugvekju og bæn. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpa og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Prjóna kvöld - Miðvikudaginn 11. nóvember

11.11.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á prjónakvöld hér í Hallgrímskirkju með Erlu Elínu miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 19:30 - 22:00  

Foreldramorgnar í kórkjallara

10.11.2015
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10.00 – 12.00 í kórkjallara kirkjunnar. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sjá um fjörið sem inniheldur leik, söng og spjall með smá veitingum. Allir foreldrar með ungana sína eru hjartanlega velkomnir.

Þriðjudagsæfing barna og unglingakórs Hallgrímskirkju

10.11.2015
Þriðjudaginn 11. nóvember kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars söngur í fjölskyldumessu,...

Árdegismessa

10.11.2015
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í árdegismessu í kór kirkjunnar kl. 8 miðvikudaginn 11. nóvember. Prestar kirkjunnar þjóna en fulltrúar úr söfnuðinum leiða bænagjörð, forsöng og aðstoða við útdeilingu.