Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jón Dalbú Hróbjartssyni og messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Í lok messunar mun Jóhannes Pálmason, formaður sóknarnefndar, gera grein fyrir framlögum Hallgrímskirkju á árinu 2015 til Hjálparstarfs kirkjunnar og...
Í kyrrðarstundinni 21. janúar leikur Björn Steinar Sólbergsson á orgelið og séra Jón Dalbú Hróbjartsson leiðir íhugun og biður bæn. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.
Starf eldri borgara í kórkjallaranum á þriðjudögum kl. 11.00 13.00. Leikfimi, súpa og spjall. Helga Þorvaldsdóttir og Mjöll Þórarinsdóttir sjá saman um samveruna. Föstudagssamverur falla niður þessa önn.
Verið hjartanlega velkomin alla þriðjudaga.
Fyrirbænamessur eru haldnar í kórkjallaranum alla þriðjudaga kl. 10.30 - 11.00. Dr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur Hallgrímskirkju, leiðir. Allir velkomir.
Í hádeginu á hverjum mánudegi kl. 12.15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir kortérs bænastund þar sem allir eru velkomnir. Stundin er alltaf inn í kirkju hjá myndinni af Maríu mey. Verið velkomin til bænahalds.
Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisofi eftir messu.
Verið hjartanlega velkomin.
Sálmar:
214 Gakk inn í Herrans helgidóm
850 Hver stýrir veröld styrkri...