Fréttir

Messa og barnastarf sunnudaginn 17. janúar kl. 11

15.01.2016
Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Kaffisofi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin. Sálmar: 214 Gakk inn í Herrans helgidóm 850 Hver stýrir veröld styrkri...

Kyrrðarstund í hádeginu

12.01.2016
Í kyrrðarstundinni 14. janúar leikur Björn Steinar Sólbergsson á orgelið og Gunnar Jóhannes Gunnarsson leiðir íhugun og biður bæn. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.

Árdegismessa

11.01.2016
Árdegismessa kl. 08 miðvikudaginn 13. janúar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og leikmenn þjóna og prédika. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

11.01.2016
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir fyrirbænamessu með altarisgöngu í kórkjallaranum næstkomandi þriðjudag, 12. janúar kl. 10.30 – 11.00. Allir velkomir.

Þinn Jesús?

11.01.2016
Menn hafa leitað að Jesú um aldir. Sumir hafa fundið Jesú en aðra hefur Jesús fundið. En allir sem verða vinir Jesú túlka samskiptin með einhverjum hugmyndum, lýsingum og nokkrir síðan með kenningum um hver hann sé og hafi verið. Og nálgun fólks og kenningar eru með ýmsum hætti og hver samtíð þráir og túlkar ákveðin tengsl í samræmi við þarfir....

Messa og barnastarf sunnudaginn 10. janúar kl. 11

07.01.2016
Messa og barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Messukaffi efiir messu. Verið velkomin. Textar: Lexía: Slm 42.2-3 Eins og hindin þráir...

Kyrrðarstund á fimmtudögum

06.01.2016
Kyrrð í erli dagsins? Þá er kyrrðarstund í Hallgrímskirkju góður kostur. Í kyrrðarstundinni 7. janúar sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir íhugun og bæn. Eftir samveruna í kirkjunni verða veglegar veitingar í Suðursal. Allir velkomnir í kyrrðarstund og veitingar kosta 1000 kr.

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson

04.01.2016
Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur Hallgrímskirkju, fer ásamt fjölskyldu til Eþíópiu og Keníu 25. janúar til 22. febrúr nk. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, fyrrum sóknarprestur Hallgrímskirkju mun leysa Sigurð Árna af. Jón Dalbú lét af störfum við Hallgrímskirkju í lok nóvember 2014 en hefur síðan verið kallaður til þjónustu á Eyrarbakka og...

Messuþjónar í Hallgrímskirkju

04.01.2016
Við allar messur í Hallgrímskirkju er hópur sjálfboðaliða sem kemur að helgihaldinu.   Auk kórmeðlima eru það hópur messuþjóna.   Fimm hópar eru starfandi hér í Hallgrímskirkju og sl. sunnudag, 3. janúar, þjónaði hópur númer fjögur sem við sjáum á meðfylgjandi mynd.   Messuþjónar taka á móti þeim sem til messunnar koma, leiða prósessíu í...