Fréttir

Messan 21. júní og týndir synir

18.06.2015
Messa og sögustund í Hallgrímskirkju kl. 11 árdegis sunnudaginn 21. júní. Kór frá Bragernes í Noregi syngur í messunni undir stjórn Jörn Fevang auk félaga í Mótettukórnum. Organisti Hörður Áskelsson. Eftirspil leikur Eivind Berg, organisti í Drammen. Sr. Sigurður Árni Þórðarson predikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Tómasi Sveinssyni....

Söngur þjóðar

18.06.2015
Árið 1874 heimsótti konungur Dana Ísland til að fagna með Íslendingum á afmæli þúsund ára byggðar í landinu og til að afhenda frelsisskrá. Þá var haldin þjóðhátíð á Íslandi. Innblásin af skilum tímans orktu skáldin ljóð og hátíðakvæði. En skáldprestinum Matthíasi Jochumssyni var ekki gleði í huga þegar kóngur kom. Honum og þjóð hans var...

Konur á Alþjóðlegu orgelsumri

18.06.2015
Haldið er upp á 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna um þessar mundir og á það því vel við að konur láta ljós sitt skína þessa dagana á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Ber þar fyrst að nefna orgeldívuna Ivetu Apkalna en hún er án efa ein af skærustu stjörnum orgelheimsins í dag. Það eru hins vegar Lenka Mateova, orgel og...

Trúir þú á Guð?

15.06.2015
Hvað áttu mörg andartök eftir af þessu lífi? Andartökin eru vegna lífsins, nauðsynleg lífi manna og þegar lífi lýkur verða síðustu andartökin. Í prestsstarfinu hef ég kynnst fólki sem hefur kviðið þeirri stundu að finnast það vera kafna. Sum hafa sagt mér að þau óttist meira tilfinningu andnauðarinnar en því að lífið fjari út. Hvaða afstöðu...

Þjóðhátíð Hallgrímskirkju 17. júní

15.06.2015
Þrennt verður á dagskrá þjóðhátíðardags 17. júní. Árdegismessa verður kl. 8 árdegis. Prestur Sigurður Árni Þórðarson. Íhugun Grétar Einarsson. Hádegistónleikar kammerkórsins Schola cantorum eru kl. 12:00 og af því tilefni verða eingöngu íslensk þjóðlög og ættjarðarlög á efnisskránni. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Þjóðhátíðarbæn kl. 16....

Árdegismessur í Hallgrímskirkju

08.06.2015
Í hverri viku ársins er boðið til árdegismessu í Hallgrímskirkju á miðvikudagsmorgnum kl. 8. Þessar messur eru um hálftíma langar með ritningarlestri, hugleiðingu og bæn sem undanfara máltíðar Drottins. Að messu lokinni er gengið til safnaðarheimilis, þar sem þátttakendur skiptast á að reiða fram morgunverð. Morgunmessurnar eru í kór...

Tuttugasta og þyrsta öldin

08.06.2015
Fyrir viku síðan var ég í Stavanger í Noregi. Margir fiskibátar voru í höfninni rétt eins og í okkar borg og sjávarplássum um allt land. Sjávarfuglarnir voru alls staðar sýnilegir og heyranlegir. Í Stavanger hafa síðustu ár verið mikil útgerðarumsvif vegna olíuvinnslu. Stavanger er Texas norðursins. Stórir prammar, risa-dráttarbátar og stór...

Gangan

04.06.2015
Náð sé með yður og friður frá honum sem er, var og kemur. “ „Það var raunveruleg hugsun hjá mér: Þú gætir dáið hér. Þetta gæti verið stundin,“ segir þingmaður um vélsleðaslys sem hann lenti í nú fyrir skömmu „Ég bara bað, ég bað til Guðs: Ekki núna.“ Hvað hugsanir eru það sem þjóta í gegnum hugann þegar okkur finnst öll sund vera að lokast og við...

Messa og sögustund á Sjómannadegi

04.06.2015
Sunnudagur 7. júní er fyrsti sunnudagur eftir þrenningarhátíð og sjómannadagurinn. Í Hallgrímskirkju er messa kl. 11.00. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan messusöng. Organisti er Eyþór Franzson Wechner. Barn borið til skírnar. Sögustund fyrir börnin...