Fréttir

Fermingar 2016

04.06.2015
Fermingarstarfið í Hallgrímskirkju er fyrir alla sem vilja taka þátt í skemmtilegri og gefandi dagskrá, læra um lífið, menninguna og kristna trú, uppgötva leynda hæfileika og rækta góð og gefandi tengsl. Ef þú ert fæddur eða fædd árið 2002 og vilt fermast í Hallgrímskirkju getur þú skráð þig á vefnum til að taka þátt í fermingarstarfinu okkar og...

Nýsköpun á hátíð heilags anda

04.06.2015
Nýsköpun í listum verður mikil á hátíð heilags anda í Hallgrímskirkju á hvítasunnunni. Á hvítasunnudag verður opnuð myndlistarsýningin „Borg Guðs“ í Hallgrímskirkju í lok hátíðarmessu klukkan 12.15. Rósa Gísladóttir sýnir fjögur verk í forkirkjunni og eitt á Hallgrímstorgi. Í hátíðarmessunni frumflytur Mótettukórinn nýtt verk, Pater noster, eftir...

Guð söngsins

04.05.2015
Gef að við mættum syngja þér nýjan söng. Þú hefur gert dásemdarverk – gef okkur rödd, mál og söng í lífi okkar. Gef að söngur um ást þína megi hljóma í öllu því sem við iðjum. Þökk fyrir öll þau sem hjálpa okkur að syngja um þig og til eflingar gleði í heimi. Blessa samfélag okkar Íslendinga. Legg þú verndarhendi á forseta, ráðherra,...

Sr. Birgir Ásgeirsson kveður Hallgrímssöfnuð

18.03.2015
Prestaskipti verða í Hallgrímskirkju á næstunni. Sr. Birgir Ásgeirsson varð sjötugur 9. mars síðastliðinn og kveður Hallgrímssöfnuð í messu 22. mars. Birgir hefur þjónað sem prestur Hallgrímskirkju frá árinu 2006 og verið prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra síðustu fjögur ár. Birgir var vígður til Siglufjarðar árið 1973 og varð...

Ég er Guð

08.03.2015
Hvernig er ellefta boðorðið? Eru einhver hér sem muna um hvað það er hvernig það hljómar? Dr. Þórir Kr. Þórðarson var guðfræðikennari og kom víða við og m.a. lagði grunn að félagsþjónustu Reykjavíkur. Hann mótaði prestastéttina því hann var frábær kennari og varpaði ljósi á torskilin mál. Einu sinni spurði hann í tíma guðfræðideildinni: Hvernig er...

Ég trúi ekki heldur á þann Guð

23.02.2015
Jósefína frá Nauthól var minnistæð kona á Grímsstaðaholtinu þegar ég var að slítabarnsskóm mínum þar. Eitt sinn var henni misboðið og hljóp hún út á Fálkagötuna og steytti hnefann upp í himininn og hélt þrungna reiðiræðu í garð Guðs. Að tjá Guði sterkar tilfinningar, mögla eða hella úr skálum reiði sinnar yfir Guð hafa menn allra alda iðkað, í...

Út fyrir endimörk alheimsins

25.01.2015
Í dag er síðasti sunnudagur eftir þrettánda. Nú lýkur jólatíð trúartímans – gleðiskeiðinu – og svo hefst brátt níu vikna fastan. Fagnaðartími á enda og föstutími fyrir páska hefst. Það er eins í kirkjuárinu og raunveruleikanum – tími gleði og sorgar faðmast. Texti dagsins er um reynslu þriggja manna af ótrúlegum viðburði sem þeim var þó bannað að...

Klikk, kikk og áramótaheit

03.01.2015
Dagar liðinna vikna hafa verið mér dagar sterkra upplifana. Flest er mér nýtt og áhrifaríkt vegna þess að ég starfa á nýjum stað, í nýju umhverfi og með nýjum samstarfsmönnum. Allir dagar eru sem veisla. Ég hef notið að fylgjast með starfsfólki kirkjunnar að störfum, metnaði þeirra, lagni við að leysa flókin mál, æðruleysi og kátínu gagnvart...

Jósef og stóru draumarnir

29.12.2014
Aðalpersónur jólasögunnar eru María og Jesúbarnið. Svo koma auðvitað við sögu hirðar, vitringar og englar. En svo er Jósef þarna líka. Þó hann sé næstum ósýnilegur í helgileikjum skóla og kirkju er hann þó miðlægur í upprunasögunni. Það var Jósef, sem studdi heitmey sína á förinni til Betlehem. Hann hentist inn á alla gististaðina og fékk afsvör....