Ný lýsing frumsýnd
01.11.2022
Fréttir
Ný lýsing var frumsýnd í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 27. október 2022 við skemmtilega athöfn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir bauð gesti velkomna og flutti bæn og blessun. Að svo búnu söng Sólbjörg Björnsdóttir sálm áður en Sigríður Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri flutti stutta tölu og þakkarávarp. Loks tók lýsingarhönnuðurinn, Örn Erlendsson, við og...