Fréttir

Hraðpróf og streymi í helgihaldi jólanna

22.12.2021
Fréttir
Streymt verður á netinu beint frá athöfnum í Hallgrímskirkju um jólin á heimasíðu kirkjunnar og mbl.is. Aðeins 400 komast í hverja messu á aðfangadag og jóladag.

Kór Hallgrímskirkju glansar á jólatónleikum

17.12.2021
Fréttir
Glæsilegir fyrstu tónleikar Kórs Hallgrímskirkju 16. desember.

Jólastreymi Hallgrímskirkju

15.12.2021
Fréttir
Það er dásamlegt að vera í Hallgrímskirkju og syngja jólasálmana en þessi jól verður líka steymt beint frá aftansöng aðfangadags kl. 18, frá guðsþjónustunni á jólanótt kl. 23.30 og hátíðarguðsþjónustu á jóladag kl. 14. Á heimasíðunni hallgrimskirkja.is verða birtir hlekkir á streymið. Þau sem vilja vera í kirkjunni eru beðin um að fara í hraðpróf. Upplýsingar um guðsþjónustur, tónleika og aðrar athafnir eru einnig veittar á heimasíðu kirkjunnar. Helgihaldið er dásamlegt og nú er hægt að syngja og njóta ekki aðeins í kirkjunni heldur líka hvar sem er. Gleðileg jól.

Fyrsta skóflustungan 15. des. 1945

15.12.2021
Fréttir
Fyrsta skóflustungan var tekin að Hallgrímskirkju á þessum degi, 15. desember, árið 1945. Sá merki viðburður vakti enga athygli í Reykjavík. Enginn fjölmiðill sendi fulltrúa sinn og því var hvergi greint frá tiltækinu og engin mynd var tekin.

Senjorítukórinn

13.12.2021
Fréttir
Senjorítukórinn undir stjórn Ágota Csilla Joó tóku þátt í uppsetningu á leikritinu Ertu hér? og sungu lokalagið í sýningunni

Leikritið Ertu hér? sýnt í kórkjallara kirkjunnar

13.12.2021
Fréttir
Leikritið Ertu hér? er sýnt í kórkjallara Hallgrímskirkju. Vinkonurnar Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir breyta kórkjallaranumí leiksvið

Saga skírnarfonts Hallgrímskirkju

10.12.2021
Fréttir
Skírnarfontur Hallgrímskirkju var helgaður og blessaður fyrsta sunnudag í aðventu árið 2001. Tuttugu árum síðar sögðu Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir, kona hans og samstarfsmaður, frá tilurð fontsins og öðrum listaverkum eftir þau í Hallgrímskirkju. Ávarp þeirra í athöfn eftir guðsþjónustu fyrsta sunnudags í aðventu er hér að neðan. Mikill fengur er að þessari greinargerð þeirra til skilnings á gerð fontsins og verkum þeirra í kirkjunni.

Ert þú jólasveinn?

05.12.2021
Prédikanir og pistlar, Fréttir, Prestar
Já, íslensku jólasveinarnir eru áhugaverðari en flestir hinna rauðuklæddu og erlendu - ekki síst vegna þess, að þeir eru eins og kennsludæmi. Þeir eru þegar dýpst er skoðað tákn og dæmi fyrir uppeldi og mótun. Hlutverk þeirra er kannski fyrst og fremst að kenna okkur eitthvað um lífið, ógnir og tækifæri. Þeir eru víti til varnaðar í lífsleiknináminu.

Hamborgarar eftir útför

03.12.2021
Fréttir
Engin erfidrykkja var eftir útför Ófeigs Björnssonar sem gerð var frá Hallgrímskirkju 3. desember. Auðvitað voru sóttvarnasjónarmið sem voru ástæðurnar. Vini Ófeigs þótti miður að fjölskylda og félagar gætu ekki hist eftir athöfnina. Hann hringdi í Hildi Bolladóttur, eiginkonu Ófeigs, og baust til að sjá um veitingar á kirkjutorginu, Hallgrímstorgi. Hún sagði já takk – Ófeigur var lausnamiðaður og tilraunasækinn. Vinurinn var Tómas A. Tómasson, hamborgarakóngur og alþingismaður, og hann hóf undirbúninginn. Þegar kista Ófeigs hafði verið borin út útdeildu vaskir grillarar hamborgurum. Steikarlyktin kitlaði nef þeirra sem komu úr kirkju og hinna líka sem komu gangandi upp Skólavörðustíginn. Einn vina Ófeigs sagði: „Frábær hamborgari. Þetta er algerlega ný tegund af veitingum eftir jarðarför. Og frábær valkostur.“ Sem sé brauðterturnar út og hamborgararnir inn.