Haustið hófst með glæsibrag í Hallgrímskirkju og það er nóg að gerast þessa dagana. Enn streymir ferðafólk í kirkjuna og safnaðarstarfið er í fullum gangi.
Meðfylgjandi myndir sem sýna kirkjuna á þessum fallegu haustdögum voru teknar af Sr. Eiríki Jóhannssyni.
Vetrarstarfið er hafið í Hallgrímskirkju.
Hallgrímskirkja býður upp á fjölbreytt safnaðarstarf, helgihald og tónlistarlíf.
Í vetur er margt um dýrðir og hér að neðan er yfirlit yfir almennt helgihald og safnaðarstarf auk viðburða á döfinni í október og nóvember:
Í byrjun nóvember kemur út prédikanasafn dr. Sigurður Árna Þórðarsonar áður sóknarprests í Hallgrímskirkju.
Í ritinu verða 78 prédikanir helstu helgidaga og hátíða ársins. Hallgrímskirkja styður þessa útgáfu.
Fermingarstarfið í Hallgrímskirkju hefst miðvikudaginn 13. september.
Enn er hægt að skrá sig (hér) . Frekari upplýsingar má finna á hallgrimskirkja.is
Sunnudagaskólinn hefst í Hallgrímskirkju 3. september kl. 11.00.
Ragnheiður Bjarndóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir, Kristný Rós Gústafsdóttir, Alvilda Eyvör Elmarsdóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Lára Ruth Clausen bjóða alla krakka velkomna í fjölbreytt og vandað sunnudagaskólastarf.
Sunnudagaskólastarf er sprotastarf í kirkjunni fyrir krakka á öllum aldri í fylgd með fullorðnum eða góðum vinum.