Fjallað er um guðsmyndir Íslendinga á þriðjudagsfundum í Hallgrímskirkju þessar vikurnar. Í liðinni viku ræddi sr. Sigurður Árni Þórðarson um guðsmyndir í sögu, samtíð og framtíð. Fyrirlesturinn er að baki þessari smellu. Þriðjudaginn 7. mars kl. 12.10 mun sr. Sigrún Óskarsdóttir, fangaprestur, flytja framsögu um guðsmynd í fangelsi. Allir...
Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er 5. mars og þá er dagurinn tileinkaður börnum og unglingum. Það verður regnboga- fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdaginn kl. 11 í Hallgrímskirkju. Það verður litrík dagskrá, biblíusaga dagsins verður Örkin hans Nóa og regnboginn verður þema dagsins. Stúlknakór Reykjavíkur kemur og syngur, það verður sýning úr Æði-flæði listasmiðju, bænatré verður sett upp, það verður skapandi stöðvavinna, bænir, hugvekja og grjónagrautur í messukaffinu. Verið hjartanlega velkomin!
Leiftra þú, sól, þér heilsar hvítasunna,
heilaga lindin alls sem birtu færir,
hann sem hvern geisla alheims á og nærir,
eilífur faðir ljóssins, skín á þig,
andar nú sinni elsku yfir þig.
Guð kristninnar ýtir ekki af stað snjóflóðum eða lætur börn deyja og fólk missa ástvini. Ég vil ekki trúa á hann. Ég trúi ekki að slíkur Guð sé til. Slíkur Guð væri fáránlegur. Sá Guð sem ég þekki er bæði mennskur og guðlegur og hefur reynslu af lífi og þjáningu heimsins. Guð sem Jesús Kristur tengir okkur við er ekki hátt upp hafið vald sem bara skiptir sér af í stuði eða reiðikasti. Prédikun Sigurðar Árna Þórðarsonar.
Verið velkomin til þessar fræðslusamveru Talað um Guð. Hallgrímskirkja er dásamlegt hús til að tala við Guð og líka vettvangur til að tala um Guð. Í síðustu viku var fjallað um guðsmynd Hallgríms Péturssonar. Þar kom fram að Hallgrímur hefði uppteiknað guðsmynd sem túlkuð var með áherslu á hinn líðandi konung. Kenning Hallgríms var hin...
Ef rannsóknir á Biblíunni hafa breytt sýn manna á uppruna, eðli og merkingu Biblíutextanna verðum við að spyrja hvort sýn okkar standist og það sem við sjáum sé sködduð mynd og molnuð Biblíumynd í þúsund brotum. Þegar sjónin breytist þarf auðvitað að fara horfa með nýjum hætti. Það tekur líka tíma að aðlagast betri sjón.
Við horfum á fallin hús á landskjálftasvæðum, syrgjum hryllinginn og íhugum eyðingu. Allt fólk leitar öryggis og spyr um hjálp og vernd á einhverju skeiði. Sprengingar verða með ýmsu móti í lífi okkar. Skjálftar verða en við ákveðum hvert við leitum og hvað verður lífsakkeri okkar. Hvar er samhengið, lífsbjörgin, trúin?