Mozart í maí - Krýningarmessan
17.05.2023
Fréttir
Mozart í maí - Krýningarmessan
Kór Hallgrímskirkju ásamt Barokkbandinu Brák heldur tónleika með Krýningarmessu Mozarts ásamt öðrum verkum fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Tónleikarnir eru einstakir að því leiti að þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem eitt af stóru verkum Mozarts fyrir kór og hljómsveit er leikið á upprunahljóðfæri.