Hallgrímur Pétursson / Minningarár - 350

24. mars

Minningarár - 350

Hallgrímskirkja er helguð minningu prestsins og listaskáldsins Hallgríms Péturssonar. Á árinu 2024, 27. október, eru 350 ár liðin frá dánardægri hans. Til að heiðra minningu Hallgríms og arfleið 350 ára verður boðið upp á veglega dagskrá í Hallgrímskirkju í ár.

Dagskráin verður í tónum, tali og myndlist, bókaútgáfu og fræðslu tengdri viðburðum ársins og hófst dagskrá Hallgrímsársins með frábæru fræðsluerindi Hinar mörgu myndir Hallgríms Péturssonar en um 200 manns sóttu fjóra fyrirlestra í Hallgrímskirkju sem voru á þriðjudögum í febrúar.

Hápunktur minningarársins er sérstök Hallgrímshátíð í lok október. Þegar nær dregur jólum verður boðið upp á dagskrá fyrir börn um Jólin hans Hallgríms.

DAGSKRÁ 2024 / MINNINGARÁR – 350

Föstudagurinn langi 29. mars
Passíusálmarnir lesnir í heild í Hallgrímskirkju frá kl. 13:00 til 18:30
Lesarar: Einar Örn Thorlacius, Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir sem hefur umsjón með flutningnum.
Kammerkvartettinn og Steinar Logi Helgason flytja sjö upphafsvers Passíusálmanna í raddsetningum Smára Ólasonar.
Björn Steinar Sólbergsson leikur orgeltónlist tengda Passíusálmalögunum og frumflytur m.a. tvo nýja sálmforleiki eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og Hildigunni Rúnarsdóttur.

Sunnudagur 12. maí
Endurútgáfa á danskri þýðingu Björns Sigurbjörnssonar á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Opnun á kynningu um Hallgrím Pétursson og Minningarár – 350.

Hvítasunnudagur 19. maí
Kl. 11 Hátíðarmessa
Á Hvítasunnudag verður hátíð í Hallgrímskirkju þar sem Frobenius kórorgel kirkjunnar verður helgað í hátíðarmessu kl. 11 eftir gagngera endurbyggingu hjá Frobenius orgelsmiðjunni í Danmörku. Endurbyggingin er framlag sóknarnefndar og gefenda úr hópi kirkjugesta í tilefni Minningarárs – 350.
Kl. 17 Vígslutónleikar Frobenius kórorgelsins
Vígslutónleikar þar sem flutt verður efnisskrá fyrir tvö orgel og kór, ma. frumflutt nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur fyrir kór og orgel Veni Sancte Spiritus.  eftir barokktónskáldin Friedrich Wilhelm Zachow og Johann Bernhard Bach. Auk þess verk eftir Notre Dame orgaistanna Louis Vierne og Yves Castagnet.
Flytjendur eru
Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari, Matthías Harðarson orgelleikari, Kór Hallgrímskirkju og Steinar Logi Helgason kórstjóri og orgelleikari.

Á Þriðjudögum í september kl.12-13 verður fræðsla tengd arfi og starfi Hallgríms Péturssonar.

Sunnudagur 8. september
Opnun á sýningunni HALLGRÍMSHORFUR. Myndlistarsýning á verkum Hallgerðar Hallgrímsdóttur, unnin út frá lífi og list Hallgríms Péturssonar og samþætt sex kirkjustöðum sem tengjast honum. Augnablik sem veita áhorfendum aðgang að hugleiðingum um líf og list tveggja einstaklinga mjög svo ólíkra tímaskeiða þar sem Hallgrímur er fæddur á 17. öld en Hallgerður 310 árum síðar. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir.

Sunnudagur 6. október
Hvað verður fegra fundið?Tvímálaútgáfa á 50 textum úr verkum Hallgríms Péturssonar á ensku og íslensku.
Valið hafa Irma Sjörn Óskarsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Margrét Eggertsdóttir, sem einnig er ritstjóri útgáfunnar.

HALLGRÍMSHÁTÍÐ 20. – 27. október 

Sunnudagur 20. október
Kl. 17 Tónleikar Umbra ensemble
TVÆR HLIÐAR HALLGRÍMS
Tónlistarhópurinn Umbra mun vinna með valið efni úr bókinni „Hvað verður fegra fundið?“ en bókin er í vinnslu fyrir Minningarár Hallgríms Péturssonar - 350. Bókin inniheldur andlega og veraldlega texta eftir skáldi sem valdir voru af Sr. Irmu Sjörn Óskarsdóttur, Steinunni Jóhannesdóttur, Svanhildi Óskarsdóttur og Margréti Eggertsdóttur."
Veraldleg ljóð Hallgríms Péturssonar hafa ekki fengið mikla athygli í tónsköpun en eftir hann liggja ljóð og kvæði sem er magnaður spegill á merkilega ævi skáldsins og heimsmynd 17.aldar. Á tónleikunum er jöfnum höndum unnið með trúarleg og veraldleg kvæði Hallgrím - tónefni kemur úr nokkrum áttum, Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar, lagboðum frá miðöldum og eigin tónsmíðum hópsins.

Þriðjudagur 23. október
Kl.12 Málþing og leiðsögn um HALLGRÍMSHORFUR, myndlistarsýningu Hallgerðar Hallgrímsdóttur.

Miðvikudagur 24. október
Kl. 20 Hallgrímsmessa
Kór Breiðholtskirkju, stjórnandi Örn Magnússon.
Sungið er messutón úr Graduale frá Hólum (1594) og inn í það fléttað sálmum meðal annars eftir Hallgrím Pétursson og Jón Þorsteinsson píslarvott. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina.

Fimmtudagur 25. október
Kl. 17:00 Útgáfuhóf í tilefni af tvímálaútgáfunni „Hvað verður fegra fundið?“ – 50 textum úr verkum Hallgríms Péturssonar.

Sunnudagur 27. október
Kl. 11 Hátíðarmessa í tilefni af vígslu Hallgrímskirkju.
Ma. frumflutt Toccata yfir Gefðu að móðurmálið mitt eftir Daníel Þorsteinsson.
Kl. 17 Hallgrímspassía Sigurðar Sævarssonar.
Flytjendur eru Kór Hallgrímskirkju og Kammersveit Reykjavíkur ásamt einsögnvurum.

Desember
Sýning á myndum Önnu Cynthiu Leplar úr Jólunum hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir.
Heimsóknir barna og sýningar leikara á Jólin hans Hallgríms.

Dagskrá Minnigarárs - 350 mun verður einnig birt á forsíðu Hallgrímskirkju innan skamms.

Hallgrímskirkja - Þinn staður!