Fréttir

SETNING VETRARHÁTÍÐAR & Norðurljósahlaup Orkusölunnar

08.02.2019
Vetrarhátíð var sett við Hallgrímskirkju í gærkvöldi 7.febrúar með sýningu á verkinu Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi og er unnið í samvinnu við List í ljósi. Verkinu var varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið var með íslenska arfleið og átti verkið að vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis...

Þorrafundur Kvenfélagsins

06.02.2019
Þorrafundur Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 18.30. Að venju svigna borðin undan þjóðlegu góðgæti. Séra Karl Sigurbjörnsson verður sérstakur gestur fundarins og mun hann flytja okkur erindi. Verð 4.500 krónur á manninn. Skráning hjá kirkjuvörðum eða hjá Ásu í síma 8454648. Hlökkum til að sjá...

Kyrrðarstund

06.02.2019
Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudaginn 7. febrúar kl. 12. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina en organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrirlestur á morgunfundi

05.02.2019
Aðalbjörg Stefanía fjallaði á líflegan hátt um samskipti fólks í lífi og starfi á morgunfundi starfsfólks í Hallgrímskirkju. Á þriðjudagsmorgnum eru starfsmannafundir í Hallgrímskirkju þar sem alla jafna er farið yfir það sem er efst á baugi í kirkjustarfinu hverju sinni. Í morgun brugðum við út af vananum og fengum Aðalbjörgu Stefaníu...

Foreldramorgnar í kórkjallara

05.02.2019
Foreldramorgnar í kórkjallara kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

04.02.2019
Árdegismessa verður á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar kl. 8. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar og ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Allir velkomnir.

Krílasálmar

04.02.2019
Krílasálmar á morgun, þriðjudaginn 15. janúar kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna. Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað...

Fyrirbænamessa í kórkjallara

04.02.2019
Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 10:30 verður fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Kaffisopi eftir stundina. Allir velkomnir.

Hádegisbæn

03.02.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.