Fréttir

Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju

26.03.2019
Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju vegna 36. starfsárs félagsins verður haldinn í suðursal Hallgrímskirkju miðvikudaginn 27. mars nk. kl. 17. Þar verða reikningar síðasta starfsárs bornir upp til samþykktar og boðið verður upp á glæsilegar veitingar og umræður um starfsemi félagsins. Dagskrá...

Foreldramorgnar í kórkjallara

26.03.2019
Foreldramorgnar í kórkjallara á miðvikudögum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Árdegismessa

26.03.2019
Árdegismessa miðvikudaginn 20. mars kl. 8 Dr. Sigurður Árni Þórðarson messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.

Hádegisbæn

24.03.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Messa og barnastarf sunnudaginn 24. mars kl. 11

21.03.2019
Messa og barnastarf  Sunnudaginnn 24. mars kl. 11 - Þriðji sunnudagur í föstu Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Karítas Hrundar Pálsdóttir og...

Hvernig mæltist prestinum?

21.03.2019
Fræðslumorgnaröðin ,,Hvernig mæltist prestinum?" um prédikanir prestanna í Hallgrímskirkju halda áfram. Fyrirlesturinn verður haldinn í Suðursal kl. 10. Að þessu sinni mun Ingibjörg Eyþórsdóttir, íslenskufræðingur fjalla um dr. Sigurður Pálsson. Heitt á könnunni og kleinur. Verið hjartanlega velkomin.

Kyrrðarstund - íhugun 17. passíusálms

20.03.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 21. mars kl. 12 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir. Dr. Gunnar Jóhannes Gunnarsson, prófessor á menntavísindasvíði Háskóla Íslands, íhugar 17. passíusálm. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin!

Kvenfélagsfundur

19.03.2019
Kvenfélag Hallgrímskirkju verður með handavinnufund miðvikudaginn 20. mars í Suðursal kirkjunnar kl. 17. Kaffi og veitingar með. Allir velkomnir.

Foreldramorgnar í kórkjallara

19.03.2019
Foreldramorgnar í kórkjallara kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.