Fréttir

Hallgrímsmessa í Hallgrímskirkju

23.10.2023
Hallgrímsmessa í Hallgrímskirkju Miðvikudaginn 25. október, 2023, klukkan 20.00 Kór Breiðholtskirkju, stjórnandi Örn Magnússon. Sungið er messutón úr Graduale frá Hólum (1594) og inn í það fléttað sálmum meðal annars eftir Hallgrím Pétursson og Jón Þorsteinsson píslarvott. Ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina. Forsöngvarar eru úr hópi kórfélaga. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur prédikar. HALLGRÍMSKIRKJA - ÞINN STAÐUR!

Óperudagar í Hallgrímskirkju

17.10.2023
Mozart Requiem - Sing-Along Sunnudaginn 22. október kl.17 í Hallgrímskirkju Opin aðalæfing: Laugardaginn 21. október milli kl. 10-12.

Hallgrímskirkja í bleikum ljóma í október

12.10.2023
Hallgrímskirkja er í bleikum ljóma í október til stuðnings og samstöðu við allar konur sem greinst hafa með krabbamein.

Hallgrímskirkja að hausti

11.10.2023
Fréttir
Haustið hófst með glæsibrag í Hallgrímskirkju og það er nóg að gerast þessa dagana. Enn streymir ferðafólk í kirkjuna og safnaðarstarfið er í fullum gangi. Meðfylgjandi myndir sem sýna kirkjuna á þessum fallegu haustdögum voru teknar af Sr. Eiríki Jóhannssyni.

Fyrsta Kvöldkirkja vetrarins í kvöld

28.09.2023
Fyrsta Kvöldkirkja vetrarins hefst í kvöld, fimmtudaginn 28. september kl. 20-22.00 í Hallgrímskirkju.

Vetrarstarfið hafið í Hallgrímskirkju

22.09.2023
Fréttir
Vetrarstarfið er hafið í Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkja býður upp á fjölbreytt safnaðarstarf, helgihald og tónlistarlíf. Í vetur er margt um dýrðir og hér að neðan er yfirlit yfir almennt helgihald og safnaðarstarf auk viðburða á döfinni í október og nóvember:

Ástin, trúin og tilgangur

07.09.2023
Fréttir
Í byrjun nóvember kemur út prédikanasafn dr. Sigurður Árna Þórðarsonar áður sóknarprests í Hallgrímskirkju. Í ritinu verða 78 prédikanir helstu helgidaga og hátíða ársins. Hallgrímskirkja styður þessa útgáfu.

Fermingarstarfið í Hallgrímskirkju hefst 13. september

01.09.2023
Fréttir
Fermingarstarfið í Hallgrímskirkju hefst miðvikudaginn 13. september. Enn er hægt að skrá sig (hér) . Frekari upplýsingar má finna á hallgrimskirkja.is

Sunnudagaskólinn hefst 3. september

31.08.2023
Fréttir
Sunnudagaskólinn hefst í Hallgrímskirkju 3. september kl. 11.00. Ragnheiður Bjarndóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir, Kristný Rós Gústafsdóttir, Alvilda Eyvör Elmarsdóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Lára Ruth Clausen bjóða alla krakka velkomna í fjölbreytt og vandað sunnudagaskólastarf. Sunnudagaskólastarf er sprotastarf í kirkjunni fyrir krakka á öllum aldri í fylgd með fullorðnum eða góðum vinum.