Fréttir

Kórheimsókn í messu 6. ágúst

03.08.2023
Fréttir
Con Moto er blandaður kór frá Ulsteinvik, litlum bæ á eyju við vesturströnd Noregs. Kórinn var stofnaður fyrir 45 árum og í tilefni af tímamótum var ákveðið að sækja Ísland heim og að heimsækja Hallgrímskirkju. Þau syngja við messu sunnudaginn 6. ágúst. Stjórnandi kórsins er Svein Norleif Eiksund

Ferðafólkið er hjálparhella kirkjunnar!

17.07.2023
Fréttir
Hallgrímskirkja tekur þátt í því verkefni stjórnvalda og ferðaþjónustunnar sem nefnist Góðir gestgjafar. Kirkjan er opið hús þar sem reynt er að taka vel á móti öllum. Hún er eins alþjóðlegt torg þar sem öll tungumál eru töluð. Oftast er krökkt af fólki í kirkjunni og móttakan reynir verulega á starfsfólk og þrengir stundum að kjarnastarfseminni...

Sumarheimsóknir í Hallgrímskirkju

29.06.2023
Fréttir
Hallgrímskirkja er mjög fjölsótt af ferðamönnum allt árið um kring og sérstaklega á sumarmánuðunum en hún er líka fjölsótt af Íslendingum. Verkefnastjórinn Kristný Rós Gústafsdóttir sendi boð á leik- og grunnskóla og frístundarheimili og bauð þeim að koma í sumarheimsókn í kirkjuna, fá leiðsögn um kirkjuna og fara að endingu í turninn.

Sr. Eiríkur valinn prestur við Hallgrímskirkju

28.06.2023
Fréttir
Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur í Háteigsprestakalli, hefur verið valinn í embætti prests við Hallgrímskirkju við hlið sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur sóknarprests. Hann er Hallgrímssöfnuði að góðu kunnur þar sem hann þjónaði við kirkjuna veturinn 2021-2022 á meðan á námsleyfi Irmu Sjafnar stóð.  Sr. Eiríkur vígðist til Skinnastaðarprestakalls...

Framkvæmdastjóra þakkað

28.06.2023
Fréttir
Sigríður Hjálmarsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Hallgrímskirju frá og með 1. ágúst næstkomandi. Sigríður hefur gegnt starfinu í fimm ár og leitt kirkjuna í gegnum erfiðleika- og breytingatímabil. Á tímum heimsfaraldurs minnkuðu tekjur Hallgrímskirkju um 90% en kirkjan hefur fengið sérstakt hrós frá endurskoðendum fyrir...

Upphaf Orgelsumars í Hallgrímskirkju

27.06.2023
Fréttir
Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 2. júlí til 20. ágúst í sumar 2023. Í ár eru liðin 150 ár frá fæðingu síðrómantíska tónskáldsins Max Reger. Á tónleikum sumarsins fagnar Orgelsumar í Hallgrímskirkju þessu merku tímamótum.   Fjórtán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á...

Foreldramorgnar í sumarfríi í júlí

22.06.2023
Fréttir
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga í kórkjallara kirkjunnar frá kl. 10-12 en fara í sumarfrí í júlí.

Hallgrímskirkja tekur á móti Bænavoð Erlu Þórarinsdóttur

01.06.2023
Fréttir
Við messu á Sjómannadaginn, 4. júní nk., tekur Hallgrímssöfnuður formlega við kærkominni listaverkagjöf. Þar er um að ræða Bænavoð Erlu Þórarinsdóttur sem hefur verið fundinn staður á vegg við hlið hornsteins Hallgrímskirkju hjá Kristsstyttu Einars Jónssonar og Ljósbera Gunnsteins Gíslasonar. Listaverkin þrjú mynda nokkurskonar bænastúku. Fjölmargir eiga bænastund með sjálfum sér á þessum stað í kirkjunni eða skrifa niður bænir sem síðar eru bornar upp að altari.

Dr. Jón Ásgeir leysir af í Hallgrímskirkju

30.05.2023
Fréttir
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra verður við afleysingar sem prestur í Hallgrímskirkju fram til loka september 2023. Hann kom til starfa við kirkjuna þann 1. maí sl. og mun starfa við hlið sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur sóknarprests í sumar.