Fréttir

Sumarstarf í Hallgrímskirkju - kirkjuverðir óskast

Hallgrímskirkja óskar eftir duglegum og áreiðanlegum starfskröftum í sumarvinnu, frá maí/júní til og með september.

Maríustíllinn – já, nei og algert frelsi

Kall Guðs berst okkur öllum í verðandi lífsins. Við erum aldrei svo illa komin að allt lokist. Erkiboðskapur kristninnar er ekki um prósentur gjaldenda í kirkjufélagi heldur að Guð er nær okkur en lífið sjálft. Við erum alltaf í kompaníi með Guði hvert sem við förum og hvað sem við gerum. Guð alltaf nærri, aldrei ágengur heldur virðandi vinur og elskhugi. „Óttast þú eigi ... því að þú hefur fundið náð hjá Guði.“ Maríustílllinn er: „Já, verði mér eftir orðum þínum.“

Ávarp Einars Karls Haraldssonar í Hallgrímskirkju 26. mars 2023

Á fjölmennri samkomu hér í Hallgrímskirkju spurði sessunautur minn: Hver er það sem er að læðast þarna bak við orgelið og upp í kórinn? Er hann með myndavél, spurði ég? Já, þá er þetta sóknarpresturinn að leita nýrra sjónarhorna og fanga ljósbrot í skuggaspili kirkjunnar. Þannig er doktor Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur okkar um níu ára skeið. Endalaust að undrast og dásama þetta mikilfenglega guðshús, Hallgrímskirkju.

Lífið í kirkjunni

Sigurður Árni kveður Hallgrímssöfnuð

Dr. Sigurður Árni Þórðarson lætur af opinberum störfum og kveður söfnuð Hallgrímskirkju í messu sunnudaginn 26. mars, kl. 11:00.

Guðsvirðing, mannvirðing og elskan

Til að villidýrin í mann-og dýraheimum valdi sem minnstum skaða. Til að fólk fái lifað hinu góða lífi. Elska og virða. Hugleiðing Sigurðar Árna Þórðarsonar í messu 12. mars 2023.

Kvenfélagsafmæli

Kvenfélag Hallgrímskirkju á afmæli og er 81 árs í dag.

Guðsmyndir Íslendinga

Æðislegur æskulýðsdagur

Æðislegur æskulýðsdagur í Hallgrímskirkju!

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 5. mars

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er 5. mars og þá er dagurinn tileinkaður börnum og unglingum. Það verður regnboga- fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdaginn kl. 11 í Hallgrímskirkju. Það verður litrík dagskrá, biblíusaga dagsins verður Örkin hans Nóa og regnboginn verður þema dagsins. Stúlknakór Reykjavíkur kemur og syngur, það verður sýning úr Æði-flæði listasmiðju, bænatré verður sett upp, það verður skapandi stöðvavinna, bænir, hugvekja og grjónagrautur í messukaffinu. Verið hjartanlega velkomin!