Fréttir

Hallgrímskirkja hlaut úthlutun úr Nýjum Tónlistarsjóði.

28.02.2024
Hallgrímskirkja hlaut úthlutun úr Nýjum Tónlistarsjóði. Athöfnin fór fram í hinni nýju Tónlistarmiðstöð Íslands og veittir voru styrkir til lifandi flutnings annars vegar og hins vegar styrkir til innviða-verkefna og hlaut Hallgrímskirkja sem tónleikastaður verkefnastyrk upp á 1.000.000 kr. Við þökkum kærlega fyrir okkur! Fréttina í heild sinni...

Hendur Guðs á jörðu - Æskulýðsdagurinn 2024

28.02.2024
Hendur Guðs á jörðu - Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar verður sunnudaginn 3. mars 2024 og er dagurinn tileinkaður börnum og unglingum í kirkjum landsins. Af því tilefni verður fjölskylduguðsþjónusta í Hallgrímskirkju þar sem verður söngur og bænir, bænatré, biblíusaga, gjörningur og gleði. Drengjakór Reykjavíkur...

Orgeltónleikar - Steinar Logi Helgason

26.02.2024
Steinar Logi Helgason organisti í Hallgrímskirkju flytur verk eftir J.S. Bach, Olivier Messiaen og César Franck laugardaginn 2. mars kl. 12.00 Steinar Logi Helgason hóf störf sem kórstjóri Hallgrímskirkju í ágúst 2021. Steinar Logi lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Nýja Tónlistarskólanum og í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann hóf nám...

Minning

14.02.2024
Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup lést þann 12. febrúar á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík, 77 ára að aldri. Ævi hans er samofin sögu Hallgrímssafnaðar og byggingu Hallgrímskirkju, og sú saga nær allt til bernskuára þegar faðir hans, Sigurbjörn Einarsson, var prestur hér í sókninni og framundan var bygging Hallgrímskirkju. Sú saga hófst...

Öskudagur / Ash Wednesday in Hallgrímskirkja

13.02.2024
Öskudagur - 14. febrúar 2024Öskudagsmessa  kl. 10 . - Undirbúningur fyrir páskana. Í messu á öskudag í Hallgrímskirkju er altarisganga og fá þau sem fara í altaristgönguna að vera signd öskukrossi á enni sem er í samræmi við forna kristna hefð. Sr. Kristján Valur Ingólfsson sér um helgihaldið. Hefjum föstuna í...

Fræðsluerindi á þriðjudögum í febrúar: Hinar mörgu myndir Hallgríms Péturssonar

04.02.2024
Í tilefni 350 ára ártíð Hallgríms Péturssonar verður skáldið í sviðsljósinu í Hallgrímskirkju í ár. Á þriðjudögum milli kl. 12-13 í febrúar 2024 stendur Hallgrímskirkja fyrir fjórum fræðsluerindum undir yfirskriftinniHinar mörgu myndir Hallgríms Péturssonar Sá sem orti rímur af Refreiknast ætíð glaður,með svartar brýr og sívalt nef,svo er hann...

Hallgrímskirkja - Þinn staður á Vetrarhátíð!

02.02.2024
Vetrarhátíð í Reykjavík var sett í gær 1. febrúar 2024. Í ár er ljóslistaverkinu "The Ice is Melting at the Pøules" eftir danska listamanninn Martin Ersted úr hópnum Båll & Brand varpað á Hallgrímskirkju en verkið er unnið í samstarfi við vísindamenn og listamenn um allan heim til að vekja athygli á markmiðum Parísarsamkomulagsins og...

Kyndilmessa - Ljósganga frá Hallgrímskirkju í Dómkirkjuna í Reykjavík

31.01.2024
Kyndilmessa - Ljósganga frá Hallgrímskirkju í Dómkirkjuna í Reykjavík.   Stundin hefst á bænastund í Hallgrímskirkju kl. 17:30 og svo fer ljósaganga niður Skólavörðustíg leggur af stað um 17.45.Stundinni lýkur með helgistund í Dómkirkjunni.   Borin verða lifandi ljós milli kirknanna í luktum.Ljósin tendruð í Hallgrímskirkju og...

Hallgrímssókn auglýsir laust til umsóknar starf kirkjuvarðar við Hallgrímskirkju.

30.01.2024
Hallgrímssókn auglýsir laust til umsóknar starf kirkjuvarðar við Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkja er stærsta kirkja landsins og einn vinsælasti ferðamannastaður landsins hún er einnig sóknarkirkja með öflugt og mikið helgi- og tónleikahald. Starfsvið kirkjuvarða er margvíslegt og felst m.a. í umsjón með kirkju og búnaði hennar, undirbúningi...