Fréttir

Fjölbreytt tónleikadagsskrá á vegum Hallgrímskirkju fram á vor.

11.01.2024
Fjölbreytt tónleikadagsskrá verður á vegum Hallgrímskirkju fram á vor undir yfirskriftinni Hallgrímskirkja Tónleikar Vetur & Vor 2024. Tónleikaröðin hefst sunnudaginn 28. janúar kl. 17 með tónleikunum Cantoque syngur Þorkel í samstarfi við Myrka Músíkdaga þar sem sönghópurinn Cantoque Ensemble flytur efnisskrá helgaða kórtónlist Þorkels...

Safnaðarstarf í Hallgrímskirkju hafið á nýju ári!

06.01.2024
Safnaðarstarf í Hallgrímskirkju á nýju ári! Messað alla sunnudaga kl. 11Sunnudagaskólinn: Hefst sunnudaginn 7. janúar kl. 11.Ensk messa kl. 14 síðasta sunnudag í mánuði.Hádegisbænir: Alla mánudaga kl. 12:00. Sigrún V. Ásgeirsdóttir leiðir og er stundin við Maríualtari inn í kirkju.Miðvikudagsmessa: Alla miðvikudaga í kór kirkjunnar kl. 10. Létt...

Sunnudagaskólinn hefst aftur 7. janúar '24 kl. 11.00

05.01.2024
Upptaktur að sunnudagaskóla 2024 sunnudaginn 7. janúar kl. 11.00 Sunnudagaskólinn hefst í messu í kirkjunni en síðan fara börnin með leiðtogum inn í Suðursal og eiga skemmtilega stund saman. Ýmislegt skemmtilegt er brallað, t.d. leikir, bænir, biblíusaga, söngur og föndur sem tengist sögu og boðskap dagsins. Í lok stundarinnar er boðið upp á...

Þakkarávarp sóknarprests Hallgrímskirkju á Nýársdag, 01. 01. 2024

02.01.2024
Gleðilegt ár kæri söfnuður og hjartans þakkir fyrir samstarf á liðnu ári. Traust ykkar, hlýju og nærveru, og allt það sem þið gefið í tilbeiðslu og líf þessa safnaðar hér í Hallgrímskirkju þar sem iðar af lífi frá morgni til kvölds. Þar sem tónar orgels og radda leita hæða og lofa Guð. Orðin falla eða eru skrifuð á blað og við biðjum Guð að blessa...

Áramót í Hallgrímskirkju

30.12.2023
Áramót í Hallgrímskirkju   HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT
Gamlársdagur kl. 16.00Björn Steinar Sólbergsson orgel
Jóhann Nardeau trompet 
Sérstakir gestir:
Ásgeir Steingrímsson & Eiríkur Örn Pálsson
Miðarsala við innganginn og á tix.isAðgangseyrir 4.000 kr.   Aftansöngur á Gamlársdag kl. 18.00 Prestur: Sr. Eiríkur...

Aðfangadagur í Hallgrímskirkju

28.12.2023
Aðfangadagur var einstaklega fallegur, kalt og frosin jörð en kirkjan okkar fylltist af hlýju og samkennd en yfir 1800 manns sóttu athafnir í Hallgrímskirkju á aðfangadag í ár. Streymt var frá aftansöng og úr miðnæturmessunni og má hér að neðan má finna hlekki á streymin. Meðfylgjandi mynd tók Hrefna Harðardóttir í miðnæturmessunni.Aftansöngur á...

Streymt verður á netinu beint frá athöfnum í Hallgrímskirkju á aðfangadag á Facebook og heimasíðu kirkjunnar.

23.12.2023
Streymt verður á netinu beint frá athöfnum í Hallgrímskirkju á aðfangadag með link af Facebook og heimasíðu kirkjunnar.Á aðfangadag verður hægt að fylgjast með streymi frá aftansöng klukkan 18.00 og guðsþjónustu á jólanótt klukkan 23.30. Hér fyrir neðan má finna hlekki á streymið frá helgihaldinu í Hallgrímskirkju á aðfangadag en um tvö þúsund...

Um 800 leik- og grunnskólabörn komu og sáu Jólin hans Hallgríms í Hallgrímskirkju í desember.

21.12.2023
Í dag 21. desember 2023 lauk sýningum á Jólunum hans Hallgríms í Hallgrímskirkju í ár. Leiksýningin er byggð á sögu Steinunnar Jóhannesdóttur og er þetta í níunda sinn sem sagan var sett upp. Um 800 leik- og grunnskólabörn heimsóttu Hallgrímskirkju í desember og sáu sýninguna og má svo sannarlega segja að það hafi verið líf og fjör í krirkjunni....