Fréttir

Vel heppnuð sólrík vorhátíð

15.05.2023
Fréttir
Í gær var fjölskylduguðsþjónusta og vorhátíð í Hallgrímskirkju.

Vorhátíð í Hallgrímskirkju 14. maí

11.05.2023
Fréttir
Hallgrímskirkja blæs til vorhátíðar og kveður veturinn með stæl. Það verður létt og skemmtileg fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 sem verður full af hæfileikaríkum börnum og ungmennum sem syngja, spila á hljóðfæri og dansa. Fiðluhópur frá Allegro Suzuki tónlistarskólanum leikur undir stjórn Lilju Hjaltadóttur. Stúlknakór Reykjavíkur kemur og syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur kórstjóra. Danshópurinn Dass sýnir dansatriði sem þau munu sýna í Dance World Cup í Portúgal í júní nk. Það er hinn almenni bænadagur í kirkjuárinu á sunnudaginn og því verður sett upp bænasnúra sem söfnuðurinn býr til í sameiningu. Trúðurinn Daðla kemur og heilsar upp á krakkana. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á sjóræningjahoppukastala, grillaðar pylsur, svala, kríta, húllahringi, sápukúlur, sippubönd, leiki og föndur. Börn úr Æði-flæði vorsmiðjunni munu gefa börnunum popp.

Sr. Irma Sjöfn er nýr sóknarprestur við Hallgrímskirkju

20.04.2023
Fréttir
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir verður formlega sett inn í stöðu sóknarprests í Hallgrímskirkju við messu sunnudaginn 23. apríl 2023 klukkan 11 og er hún fyrst kvenna til að gegna því leiðtogahlutverki við kirkjuna. Það verður prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, Helga Soffía Konráðsdóttir, sem annast innsetninguna.

Hallgrímskirkja tekur þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík

18.04.2023
Fréttir
Hallgrímskirkja tekur þátt í Barna- og menningarhátíðinni sem verður haldin 18. - 23. apríl næstkomandi. Þemað í ár er friður og Hallgrímskirkja verður með friðarleik fyrir börn.

Æði-flæði vorsmiðjur hefjast í dag

17.04.2023
Fréttir
Æði-flæði vorsmiðjur hefjast í dag í Hallgrímskirkju

Nýjar klukkur á leið til Grímseyjar sýndar í Hallgrímskirkju

09.04.2023
Fréttir
Eftir guðþjónustu á páskamorgni voru glænýjar kirkjuklukkur, sem eru á leið til Grímseyjar, afhjúpaðar og blessaðar í fordyri Hallgrímskirkju. Siglt verður með klukkurnar til Grímseyjar í vor eða sumar þegar allt verður til reiðu í kirkjuturninum nýja til þess að taka á móti þeim.

Heildarlestur Passíusálmanna í 35 ár

04.04.2023
Fréttir
Um þessar mundir eru 35 ár síðan Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru fyrst fluttir í heild sinni á föstudaginn langa í Hallgrímskirkju. Frumkvæði að flutningnum hafði Eyvindur Erlendsson leikari og leikstjóri, sem jafnframt var eini flytjandinn.

Kyrravika og páskar í Hallgrímskirkju

04.04.2023
Fréttir
Dagskrá Hallgrímskirkju

Kvöldkirkja í Hallgrímskirkju 30. mars

28.03.2023
Fréttir
Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu helgihaldi dagkirkjunnar. Kvöldkirkjan er öðru vísi en hefðbundnu helgistundirnar, sem fólk hefur áður upplifað. Fólk er ekki bundið við kirkjubekkina, heldur hefur möguleika að ganga um kirkjurýmið, setjast niður, færa sig og finna nýjan stað.