Fréttir

Krílasálmar

15.10.2018
Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.  Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og...

Fyrirbænamessa í Suðursal

15.10.2018
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í Suðursalnum. Næsta þriðjudag mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Söngsveitin Ægisif : Rússneskar kórperlur í Hallgrímskirkju 13. október kl 17:00-18:00

13.10.2018
Vegna fjölda áskorana hefur söngsveitin Ægisif ákveðið að endurflytja tónleika sem haldnir voru fyrir tveimur árum síðan og að þessu sinni verða þeir endurfluttir í Hallgrímskirkju þann 13. október kl.17:00 - 18:00. Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði. Fluttar verða rússneskar kórperlur eftir Alexander Gretchaninov, Pavel Chesnokov, Alfred...

Heimsókn frá Framkvæmdasýslunni

12.10.2018
Nokkrir starfsmenn Framkvæmdasýslu ríkisins ákváðu að gerast ferðamenn á Íslandi í hádeginu í dag og heimsóttu í því skyni Hallgrímskirkju. Þau mættu með sitt eigið kakó, sykurpúða og rjóma eins og góðum ferðamönnum sæmir og kíktu svo upp í turn. Við þökkum nágrönnum okkar í Framkvæmdasýslunni fyrir skemmtilega heimsókn og bjóðum þau...

Messa og barnastarf sunnudaginn 14. október kl. 11

11.10.2018
Messa og barnastarf  Sunnudaginn 14. október kl. 11 Tuttugasti sunnudagur eftir þrenningarhátíð Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir og...

Kyrrðarstund

11.10.2018
Fimmtudaginn 11. október er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, ljúft orgelspil og stutt hugleiðing ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Gunnar Hersveinn um Biblíuna

09.10.2018
Hvaða minningar á Gunnar Hersveinn, heimspekingur, um Biblíuna? Hvernig metur hann gildi hennar?  Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja upp persónulegar minningar og ræða um nútímagildi...

Guð blessi Ísland

07.10.2018
http://www.sigurdurarni.is/2018/10/07/gud-blessi-island-2/

Messa og barnastarf sunnudaginn 7. október kl. 11

04.10.2018
Messa og barnastarf í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 7. október kl. 12 19. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa...