Friðargjörningur
10.03.2022
Fréttir
Tónleikar voru haldnir í Hallgrímskirkju 8. mars til að tjá samstöðu með Úkraínumönnum. Fjöldi listamanna og ræðumanna sungu, töluðu og tjáðu frið. Friðargjörningurinn var samstarfsverkefni margra aðila og Hallgrímskirkja var einn þeirra. Einar Karl Haraldsson, formaður sóknarnefndar, lagði raunar til að viðburðurinn yrði í kirkjunni. Flest starfsfólk kirkjunnar kom að undirbúningi og framkvæmd þessa friðargjörnings og Kór Hallgrímskirkju söng.