Messufall vegna sóttvarnaaðgerða
26.01.2022
Fréttir
Guðsþjónustur og tónleikar falla niður í Hallgrímskirkju þar til annað verður ákveðið og tilkynnt. Biskup Íslands hefur óskað eftir að fólki verði ekki stefnt til kirknanna til opinbers helgihalds vegna COVID-19. En Hallgrímskirkja er opin frá kl. 10-17 alla daga. Hægt er að koma í kirkjuna til bæna, íhugunar, kyrrðarstundar og einnig panta samtal við prest.