Fréttir

Sumarferming IHS

20.07.2021
„Sæll og kærar þakkir fyrir flottu ferminguna og bókina og takk fyrir að vera svona skemmtilegur við okkur.“ Þessi fallega þakkarkveðja kom í tölvupósti og nokkrar myndir með frá fermingarstúlku eftir sumarfermingu í Hallgrímskirkju. Ísabella Helga Seymour kom fljúgandi frá Ameríku til að fermast í Hallgrímskirkju sunnudaginn 18. júlí....

Æði og innræti

18.07.2021
Að tapa í vítaspyrnukeppni er hluti af fótbolta – en kynþáttaníð er það ekki. Evrópukeppninni í knattspyrnu lauk um síðustu helgi. Hundruð milljóna fylgdust með og horfðu á útsendingar. Margt var eftirminnilegt. Mörg lið spiluðu stórkostlegan bolta og gæði keppninnar voru mikil. Besta Evrópukeppnin til þessa, líka betri en 2016 þegar Íslendingar...

Messan 18. júlí kl. 11

16.07.2021
2021 18. júlí, 7. sunnudagur eftir þrenningarhátíð kl. 11. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermd verður Ísabella Helga Seymour. Messuþjónar aðstoða. Organisti Matthías Harðarson. Söngvarar: Guja Sandholt, Hugi Jónsson, Sara Grímsdóttir, Þorkell Helgi Sigfússon. Forspil/Kórsöngur: Ég byrja reisu mín. Ávarp og bæn 4...

Orgelsumar - Matthías Harðarson kemur fram 17. júlí

13.07.2021
Matthías Harðarson, organisti í Vestmannaeyjum, leikur listir sínar á þriðju tónleikum Orgelsumarsins þann 17. júlí. Á efnisskránni eru verk eftir Johann Sebastian Bach; Johannes Brahms; Maurice Duruflé og Louis Vierne. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um 30 mínútur. Hægt er að kaupa miða við aðganginn en miðaverð er 2000 krónur....

Morgunmessur á miðvikudögum kl. 10,30

12.07.2021
Miðvikudaginn 14. júlí er messað kl. 10.30 í Hallgrímskirkju. Alla miðvikudaga er messað á þessum tíma. Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum sem annast hugleiðingu, bæn og forsöng. Eftir messuna er boðið upp á hressingu í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir!

No problem

12.07.2021
Ekkert prestsverk er skemmtilegra en að skíra börnin. Það er svo undursamlegt að horfa í augu þeirra, ausa þau vatni og sjá viðbrögðin, finna fyrir straumi umhyggju, gleði og ást foreldra og vina. Vatnið glitrar í fontinum, tárin í augnakrókum fólksins og droparnir eru fagrir á hári barnanna. Í skírninni verða skírnarþegarnir meira en fólk tímans....

Sá sem trúir og skírist ...

10.07.2021
Sunnudagsmessan kl. 11. Á glæsilegum skírnarfonti Hallgrímskirkju, sem er verk Leifs Breiðfjörð, standa orð um trú og skírn. Orðin eru úr Markúsarguðspjalli og eru guðspjallstexti 11. júlí. Í prédikun í messunni í Hallgrímskirkju verður því rætt um trú og skírn. Prestur: Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Björn Steinar Sólbergsson...

Eyþór Franzson Wechner kemur fram á Orgelsumrinu 10. júlí

09.07.2021
Eyþór Franzson Wechner organisti við Blönduóskirkju og nærsveitir, leikur verk eftir Sigurð Sævarsson, Heinrich Scheidemann og Alexandre Guilmant á hádegistónleikum Orgelsumarsins nú á laugardaginn, 10. júlí. Miðasala er í fullum gangi á tix.is en einnig er hægt að kaupa miða við innganginn. Miðaverð er 2000 krónur en ókeypis er fyrir börn, 16 ára...

Árdegismessa kl. 10.30 á miðvikudögum

07.07.2021
Miðvikudaginn 7. júlí er messað kl. 10.30 í Hallgrímskirkju. Alla miðvikudaga er messað á þessum tíma. Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum sem annast hugleiðingu, bæn og forsöng. Eftir messuna er boðið upp á hressingu í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir!