Fréttir

Turn og listaverk Ólafs Elíassonar

20.05.2021
Ólafur Elíasson og Stúdíó hans í Berlín hafa að ósk sóknarnefndar gert tillögu að listrænni endurhönnun á efstu tveimur turnhæðum Hallgrímskirkju. Ríki, borg og kirkja hafa styrkt verkefnið með því að samþykkja framlög til þess að gera turninn tilbúinn undir listaverk. Það felur í sér fjölþættar framkvæmdir sem ráðist verður í á næstunni og hjálpa...

„Þú ert góður og gerir vel "

15.05.2021
Við komum saman í Hallgrímskirkju í guðsþjónustu og barnastarfi kl. 11.00, 16. maí undir yfirskrift orðanna úr 119 sálmi gamla testamentisins þar sem sálmaskáldið ávarpar Guð og segir: „Þú ert góður og gerir vel "  Í barnastarfinu verður fjallað um áhyggjuleysi, liljur vallarins og fugla himinsins, fuglagrímur föndraðar og dansað saman. Í...

Ályktun vegna tónlistarmála

12.05.2021
Á fundi sóknarnefndar Hallgrímssóknar þriðjudaginn 11. maí 2021 var samhljóða samþykkt eftirfarandi ályktun.   Fundur sóknarnefndar Hallgrímskirkju 11. maí 2021 Ályktun vegna tónlistarmála Sóknarnefnd Hallgrímssafnaðar harmar að Hörður Áskelsson, organisti kirkjunnar, skuli hafa óskað eftir starfslokasamningi í stað þess að...

Tónar og íhugun á Uppstigningardegi í Hallgrímskirkju

12.05.2021
Á Uppstigningardag kl. 11.00 verður orgelandakt í Hallgrímskirkju. Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur þætti úr L´Ascension eða Uppstigningunni eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen.   Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og hugleiðir guðspjall dagsins. Tónarnir tjá hið ósegjanlega er oft sagt.  Sannarlega á það við um tónmál...

Músík sálarinnar

10.05.2021
Á kirkjuhurð Hallgrímskirkju standa orðin: „Komið til mín.“ Ávarpið er persónulegt. Það er Jesús sem segir. „Komið til mín.“ Hann er uppspretta lífs, heimsljós, vinur og verndari sem talar. „Komið til mín“ eru hvatningarorð hans til allra manna og fyrirheit um tengsl. Yfir dyrunum er vers Hallgríms Péturssonar úr 24. Passíusálmi og með fagurri...

Heit ástarkveðja

08.05.2021
Yfir kirkjudyrum Hallgrímskirkju stendur: „Beygðu holdsins og hjartans kné, heit bæn þín ástarkveðja sé.“ Hvað merkir það? Mæðradagur og bænadagur eru sama daginn, 9. maí. Guðsþjónustan í Hallgrímskirkju hefst kl. 11. Sigurður Árni Þórðarson talar um ást, bæn, trú og kirkju í prédikun. Irma Sjöfn Óskarsdóttur þjónar fyrir altari....

Athugasemd við tölvubréf til Listvina

02.05.2021
Í tölvubréfi til Listvina 1. maí sl. segir Hörður Áskelsson (HÁ) kantor: „Forsvarsfólk Hallgrímskirkju hefur kosið að víkja mér úr starfi kantors Hallgrímskirkju með starfslokasamningi, sem ég get ekki annað en sætt mig við.“  Af þessu tilefni er rétt að taka fram að Hörður lagði sjálfur fram ósk um hreinan starfslokasamning, eftir að hafa...

Fögnum að hittast á ný við sunnudagsguðsþjónustu

30.04.2021
Í Hallgrímskirkju fögnum við því að hittast  á ný við guðsþjónustu sunnudaginn 2. maí nk. kl. 11.00  Endurskoðun og breytingar, staðfesta og traust er til umfjöllunar í guðspjalli og prédikun dagsins , nýr söngur, von og framtíð. Jesús minnir okkur á þetta allt í guðspjalli sunnudagsins og segir:  „ég er sá sem ég er“ . Þetta á vel við þegar við...

Júlía og jurtirnar

25.04.2021
Í dag mun ég skíra stúlku sem býr í húsinu í grænmetisgarðinum hennar mömmu við Tómasarhaga í Reykjavík. Garðurinn var gróðurvin hverfisins frá miðri tuttugustu öld og frægur fyrir gæðakál, ofurrófur og gulrætur sem krakkarnir í nágrenninu laumuðust í. Mamma skammaðist ekki yfir rófnastuldi heldur taldi þvert á móti mikilvægt að koma vítamíni...