Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju og er haldin til skiptis í þessum tveimur kirkjum. Fyrsta kvöldkirkja haustsins verður í Hallgrímskirkju 30. september.
Dr. Margrét Eggertsdóttir er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í verkum Hallgríms Péturssonar. Þriðjudaginn 23. mars kl. 12,15 mun hún tala um Passíusálma og ástina í kveðskap Hallgríms. Fundurinn verður í Suðursal Hallgrímskirkju. Allir velkomnir.
Guðsþjónusta Fyrirlestur Tónleikar Tíðasöngur
Kl.11 Guðsþjónusta og barnastarf á boðunardegi Maríu
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum
Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.
Barnastarf er í höndum Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur og Ragnheiður...
Faðir minn var bókamaður og aðdáandi Halldórs Guðjónssonar frá Laxnesi. Hann hafði einfaldan smekk í jólagjafamálum sem létti líf okkar fjölskyldunnar. Hann óskaði sér alltaf bókar eftir Laxnes. Jóladagana sat hann svo glottandi og kumrandi yfir kúnstugum sögum frá stílmeistaranum og orðhaganum í Gljúfrasteini.
Ein jólin fékk hann...
Samdráttur Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur er ein frægasti smellur Íslandssögunnar. En hvaða áhrif höfðu ástir þeirra og dramatísk saga þeirra á ljóðagerð höfundarins og efni Passíusálmanna? Steinunn B. Jóhannesdóttir, rithöfundur, hefur skrifað fjölda áhrifaríkra bóka, ritgerðir og leikrit um Guðríði og Hallgrím. Bækur Steinunnar...
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru tengdir föstunni, tímanum fyrir páska, enda fjalla sálmarnir um píslargöngu Jesú Krists. Er einhver ást, ástarþema eða ástarsaga í þessum sálmum? Mörður Árnason, málfræðingur ræðir um Passíusálmana við fundarmenn og Sigurð Árna Þórðarson í hádeginu þriðjudaginn 16. mars kl. 12,15. Mörður er einn helsti...
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 14. mars 2021 kl. 11. Fjórði sunnudagur í föstu er brauðsunnudagur. Í kirkjum er veisluborð í miðju. Textar dagsins varða brauðið á því borði og tjá lífhugsun kristninnar, áherslumál Jesú og þar með lífsafstöðu trúmannsins. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti...
Ástarsaga Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur er einn frægasti ástarsmellur Íslandssögunnar. Hvaða áhrif höfðu ástir þeirra á efni Passíusálmanna og ljóðagerð höfundarins? Steinunn B. Jóhannesdóttir þekkir manna best sögu Guðríðar og Hallgríms. Hún hefur skrifað áhrifaríkar bækur, leikrit og ritgerðir um þau. Steinunn segir frá og...
Hallgrímur Pétursson var aðalpoppari Íslendinga í þrjár aldir. Hann hefur jafnvel verið kallaður fimmti guðspjallamaðurinn. Passíusálmarnir sem hann samdi hafa verið sungnir og lesnir á föstutímanum fyrir páska. Af því sálmarnir voru fyrir lifendur voru þeir gjarnan lagðir á brjóst látinna. Þeir voru Íslandsguðspjall. Eiga þessir sálmar enn...