Fréttir

Miðvikudagsmessa kl. 10.30

22.06.2021
Alla miðvikudaga er messað kl. 10.30 í Hallgrímskirkju.  Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum sem annast hugleiðingu, bæn og forsöng. Eftir messuna er boðið upp á hressingu í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir.

Vox Feminae syngur við guðsþjónustu sunnudagsins

19.06.2021
Sunnudaginn 20. júní er guðsþjónusta kl. 11.00 í Hallgrímskirkju Kvennakórinn Vox Feminae syngur og leiðir söng.  Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Í prédikun dagsins á alþjóðlegum degi flóttamanna 20. júní verður fjallað um Guð vonarinnar, flóttann, frelsið...

Árdegisguðsþjónusta - samfélag

15.06.2021
Miðvikudaginn 16. júní  kl. 10.30 verður árdegisguðsþjónusta í Hallgrímskirkju. Athugið breytta tímasetningu! Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Messuþjónar, prestar og djákni kirkjunnar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið velkomin.

Himnasmiður og himins hlið

12.06.2021
Sunnudaginn 13. júní er guðsþjónusta kl. 11.00 í Hallgrímskirkju.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.  Sönghópur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar syngur. „Hér er hús Guðs, hér er hlið himinsins" sagði Pétur Sigurgeirsson biskup í vígsluorðum sínum þegar...

Sigríður Jóna 1956 og Steinar Máni 2021

11.06.2021
Steinar Máni Þrándarson sagði já á fermingardeginum sem var hvítasunnudagurinn, 23. maí. Í kirkjunni voru auk allra hinna fermingarungmennana fjölskyldur og söfnuður. Og meðal þeirra var langamma Steinars. Hún heitir Sigríður Jóna Clausen og fermdist í Hallgrímskirkju líka. Það var 65 árum fyrr, þ.e. árið 1956. Til hamingju Steinar Máni, Sigríður...

Bjössi og samherjar lífsins

06.06.2021
Þegar ég ólst upp á Grímstaðaholtinu var á vorin mikið fjör við Þormóðsstaðafjöruna við Ægisíðu. Þar voru bátar grásleppukarlanna. Björn Guðjónsson var kóngurinn á svæðinu. Íbúar í Vesturbænum könnuðust við Bjössa og allir krakkar á Grímsstaðaholtinu þekktu hann. Við, smáfólkið, sóttum í fjölbreytilegt lífið við ströndina, skoðuðum kuðunga og...

Já, sjómennskan ...

04.06.2021
Á sjómannadegi verður rætt um sjómennsku og þjónustu í guðsþjónustunni 6. júní kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.  Forsöngvarar:  Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Fjölnir Ólafsson, Marteinn Snævarr Sigurðsson, Rósalind Gísladóttir, Salný Vala Óskarsdóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson....

Skráning í fermingarfræðsluna stendur yfir!

03.06.2021
Skráning í fermingarfræðslu í Hallgrímskirkju stendur yfir. Fermingarfræðslan er fyrir ungmenni sem fara í 8. bekk í haust. Fræðslan fer fram í kórkjallara kirkjunnar og verður á miðvikudögum. Fræðslan hefst í september. Skráningin fer fram á heimasíðunni eða HÉR Hér má sjá fermingarfræðslu...

Barna- og æskulýðsstarf komið í sumarfrí

02.06.2021
Barna- og æskulýðsstarf Hallgrímskirkju er komið í sumarfrí. Við þökkum fyrir þennan skrítna vetur og hlökkum til að sjá ykkur spræk aftur í haust. Guðsþjónustur í Hallgrímskirkju verða þó á sínum stað á sunnudögum kl. 11:00. Kæru börn, unglingar og foreldrar hafið það gott í sumar.