Þakkir við starfslok Harðar Áskelssonar
01.06.2021
Í maílok urðu tímamót í Hallgrímskirkju. Hörður Áskelsson, kantor, lét af störfum sem organisti kirkjunnar. Hörður hefur gegnt þeirri stöðu frá því hann lauk námi í Þýskalandi árið 1982. Hann beitti sér, ásamt prestum, sóknarnefnd og velunnurum kirkjunnar, fyrir uppbyggingu safnaðarstarfs Hallgrímskirkju. Hörður stofnaði Mótettukór...