Fréttir

Árdegismessa kl. 10.30 á miðvikudögum

07.07.2021
Miðvikudaginn 7. júlí er messað kl. 10.30 í Hallgrímskirkju. Alla miðvikudaga er messað á þessum tíma. Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum sem annast hugleiðingu, bæn og forsöng. Eftir messuna er boðið upp á hressingu í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir!

Bandaríkin, Ísland, Guðsríkið

04.07.2021
Í dag höldum við hátíð í Hallgrímskirkju. Við göngum að borði Drottins. Fyrsta altarisgangan eftir meira en árshlé, raunar hlé í nærri sextán mánuði. Svo er líka þjóðhátíðardagur vinaþjóðar okkar vestan hafs. Textar messunnar varða guðsríkið. Íhugunarefni dagsins eru gildi, menning Íslands, Bandaríkjanna og Guðsríkisins. Það er merkileg þrenna....

Borð Drottins - messað í Hallgrímskirkju

03.07.2021
4. júlí 2021 er gleðilegur í Hallgrímskirkju. Ástæðan er ekki aðeins að þetta er fimmti sunnudagur eftir þrenningarhátíð og þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna heldur verður fyrsta almenna altarisganga í sunnudagshelgihaldinu síðan í febrúarlok 2020. Í prédikun verður talað um gildi og menningu Bandaríkjanna, Íslendinga og Guðsríkisins. Sigurður...

Mass on July 4th.

03.07.2021
On Sunday 4th. of July the mass will be 11 am. Eucharist. All are welcome to participate. The church is open all days from 10 am – 16 pm. The tower is closed during the service.

Tómas Guðni hefur leikinn á íslensku orgelsumri

02.07.2021
Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 3. júlí til 22. ágúst í sumar. Átta íslenskir organistar sem starfa við kirkjur víða um land leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á hádegistónleikum frá 3. júlí til 14. ágúst. Orgelið hefur skipað stóran sess í tónleika- og helgihaldi kirkjunnar allt frá vígslu þess á aðventu...

Sigurbjörn Einarsson 110

30.06.2021
Sigurbjörn Einarsson var fyrsti prestur Hallgrímsprestakalls. Hann fæddist 30. júní 1911 og í dag eru 110 ár frá fæðingu hans. Hann lagði mikið til þjóðar sinnar, m.a. með prédikun í Hallgrímskirkju. Prédikunarstóll kirkjunnar er gjöf Sigurbjörns, vina hans og fjölskyldu. Á þessum degi 110 ára afmælis er fjallað um prédikarann Sigurbjörn Einarsson...

Services in Hallgrímskirkja

26.06.2021
On Sunday June 27th. there will be two services in Hallgrimskirkja. The first one will be in Icelandic (with a few explanations in English) and starts at 11 am. The other one at 14 pm will be in English. Due to the COVID-19 pandemic there will not be Eucharist this Sunday. All are welcome to both services and there will be some refreshments in the...

Tvær guðsþjónustur, önnur íslensk og hin ensk

26.06.2021
Fyrri guðsþjónusta sunnudagsins 27. júní verður á íslensku og hin síðari á ensku. Sú fyrri á íslensku hefst kl. 11 og þá verður 110 ára afmælis Sigurbjarnar Einarssonar minnst. Seinni guðsþjónustan verður kl. 14 og sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari og prédikar. Allir velkomnir og kaffi í suðursalnum eftir guðsþjónustur. Meðfylgjandi...

Saga okkar og Sigurbjörn biskup

24.06.2021
Dr. Sigurbjörn Einarsson hefði orðið 110 ára gamall 30. júní næstkomandi. Sigurbjörn var fyrsti prestur Hallgrímsprestakalls. Hann lagði mikið til þjóðar sinnar, m.a. með prédikun í Hallgrímskirkju. Prédikunarstóll kirkjunnar er gjöf Sigurbjarnar, vina hans og fjölskyldu. Eftir prestsstarf í Hallgrímskirkju varð Sigurbjörn háskólakennari í...