Sorgin er hin hlið ástarinnar. Enginn sem elskar sleppur við að syrgja. Sorg er einstaklingstengd en í frásögnum fólks af sorg er gjarna miðlað visku, möguleikum og aðferðum við að vinna með skugga lífsins. Í hádeginu á þriðjudögum í nóvember tala fjögur sem hafa miklu að miðla um ýmsa þætti þessara mikilvægu lífsverkefna. Hallgrímskirkja kl. 12 ...
Þjóðkirkjan heiðrar Hauk Guðlaugsson
Haukur Guðlaugsson, fyrrum söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, varð níræður á árinu, nánar til tekið 5. apríl s.l. Segja má að hann sé lifandi goðsögn í íslenskum kirkjutónlistarheimi og hefur mikill fjöldi tónlistarfólks setið við fótskör hins aldna meistara og lært af honum. Öll þau sem þekkja...
Tuttugasti og annar sunnudagur eftir
þrenningarhátíð. Siðbótardagurinn
Messa 31. október 2021 kl. 11
Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Karlakór Reykjavíkur syngur í messunni undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar
Barnarstarf í kórkjallara: Rósa...
Næsta kvöldkirkja verður í Hallgrímskirkju fimmtudaginn, 28. október, kl. 20-22. Bryndís Jakobsdóttir og Karl James Pestka sjá um tónlistina. Grétar Einarsson, Kristný Rós Gústafsdóttir og sr. Elínborg Sturludóttir sjá um hugleiðingar. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju. Tónlist, þögn, íhugun og kyrrð er þema...
Alla miðvikudagsmorgna er messað í Hallgrímskirkju kl. 10,30. Hópur messuþjóna sér um messurnar ásamt prestum kirkjunnar. Á fimmtudögum yfir vetrartímann eru kyrrðarstundir í hádeginu, kl. 12, með orgelleik og íhugun. Organistar og prestar kirkjunnar sjá um þessar stundir. Kyrrðarstund í kirkjunni eflir. Verið velkomin.
Hvernig tökum við á móti múslimum á Íslandi? Hafa múslimar í vestrænum samfélögum einangrast vegna rangrar fjölmenningarstefnu? Um þessi mál verður rætt á þriðjudagsfundi 26. október í Suðursal Hallgrímskirkju. Fundurinn hefst kl. 12,07. Fyrirlestarinn er Halldór Nikulás Lár. Hann heldur fram að við verðum að endurskoða fjölmenningarpólitík til að...
Til hvers kirkja? Er þörf fyrir kirkju? Það er vissulega hægt að ná sambandi við Guð í fjallgöngu, við eldhúsborðið, í búðinni eða bílnum. En trú er ekki bara einstaklingsmál. Trú er stór og alltaf samfélagsmál. Kirkjuhús eru hús til að taka á móti fólki sem leitar hins heilaga, vill syngja lífssöngva, kyrra huga, nærast andlega og leyfa öllu því...
Vígsluafmælis Hallgrímskirkju verður minnst í messunni 24. október. 35 ár eru liðin frá því kirkjan var vígð. Messa og barnastarf hefjast kl. 11. Prestar Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Messuþjónar aðstoða. Nýr Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfi...