Orgelsumar - Björn Steinar frumflytur verk Steingríms Þórhallssonar
17.08.2021
Lokatónleikar Orgelsumarsins í Hallgrímskirkju verða haldnir sunnudaginn 22. ágúst næstkomandi. Á laugardögum í sumar hafa organistar sem starfa við kirkjur víða um land leyft Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á vel sóttum hádegistónleikum. Orgelið hefur skipað stóran sess í tónleika- og helgihaldi kirkjunnar allt frá vígslu þess á aðventunni...