Fréttir

Stjörnur og snjókorn í Hallgrímskirkju

01.12.2020
Fyrst voru gerðar pappírsstjörnur og þeim var komið fyrir á bekkjum kirkjunnar. En í troðningi slitnuðu þær niður og skemmdust. Erlu Elínu Hansdóttur varð því ljóst, að þær myndu ekki duga í mörg ár. Hvað var til ráða? Hún fann góða uppskrift að heklaðri stjörnu og það varð til að hún heklaði marga tugi af hvítum stjörnum. Sagan um stjörnur og...

Aðventustundir barnanna

29.11.2020
Hér má sjá fyrsta þátt Aðventustund barnanna sem er hlýr, notalegur og já, jólalegur þáttur fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Fram koma meðal annars Barnakór Langholtskirkju sem syngja inn jólaskapið. Rebbi og Mýsla missa að sjálfsögðu ekki af því og mæta í heimsókn. Aðventustund barnanna er samstarfsverkefni Áskirkju, Bústaðakirkju,...

Sunnudagshelgihaldið: RÚV kl. 11 og sjónvarp kl. 15

27.11.2020
Á fyrsta sunnudegi í aðventu verður guðsþjónustu útvarpað kl. 11 á Rás 1 í RÚV. Athöfnin hefur þegar verið tekin upp og verður einnig sjónvarpað kl. 15 sama dag, sunnudaginn 29. nóvember. Prédikun: Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Lesari: Bjarni Gíslason,...

Jólin hans Hallgríms

26.11.2020
Í sjötta sinn býður Hallgrímskirkja leikskóla- og grunnskólabörnum í Reykjavík og nágrenni, að koma í heimsókn á sýninguna Jólin hans Hallgríms í Hallgrímskirkju í aðdraganda jólanna. Í heimsókninni er rölt um kirkjuna og sagt frá því hvernig jólin voru fyrir 400 hundruð árum á Íslandi. Verkefnið hefur mælst vel fyrir og fengið góð viðbrögð en...

Englar

24.11.2020
Löng ferð síðustu mánuði.  Við þreytumst á langri göngu og nú liggur leiðin inn í aðventuna bráðum og alla stemninguna í kring um jólin.   Hugsa þetta meðan ég rölti  inn gólfið í Hallgrímskirkju. Tel bekkina í huganum.  Þeir rúma hundruði  og í huganum verða  andlitin  ljóslifandi, söfnuður, tónleikagestir eða ferðamenn í brakandi útivistargöllum...

Vakna, vakna, vakna

21.11.2020
Orð, svífandi vonir, hljómar eilífðar. Við skil gamla og nýja ársins í kirkjunni er sungið og íhugað í Hallgrímskirkju. Helgistundin á síðasta sunnudegi kirkjuársins er rafræn og er hægt að nálgast hana að baki þessari smellu. Svo byrjar nýtt kirkjuár eftir viku, nýr tími og ný verkefni.

Einar Karl nýr formaður

16.11.2020
Einar Karl Haraldsson hefur tekið við formennsku í sóknarnefnd Hallgrímskirkju. Jóhannes Pálmason hefur verið formaður sóknarnefndar í þrjá áratugi. En Jóhannes verður nú varaformaður og Guðlaugur Gunnarsson sóknarnefndarmaður verður gjaldkeri. Hver er Einar Karl Haraldsson? Hann hefur verið virkur í safnaðar- og lista-starfi Hallgrímskirkju í...

Helgistund frá Hallgrímskirkju

15.11.2020
Helgistund frá Hallgrímskirkju þennan næst síðasta sunnudag á kirkjuárinu er komin á youtube. Þátttakendur í helgistundinni eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Kristný Rós Gústafsdóttir djákni, Björn Steinar Sólbergsson organisti og Ásta Marý Stefánsdóttir söngkona. Kristný Rós Gústafsdóttir setti myndbandið saman. Myndirnar í myndbandinu eru teknar...

Jesús í Hallgrímskirkju

12.11.2020
Hver var fyrirmynd andlits Jesú á Kristsmynd Einars Jónssonar? Fyrirmyndin var ekki mennsk, en Einar heillaðist af því andlitsfalli sem Tórínó-líkklæðið opinberaði. Það var trú margra að það hefði verið líkblæja Jesú. Einar var þó ekki að leita að eftimynd eða ljósmynd af Jesú heldur mat hann gildi hins stíliseraða, handanmenska andlitsfalls...